Kjöthleifur með rjómasósu

Það fer lítið fyrir myndarskapnum þetta föstudagskvöldið en mikið höfum við það samt gott. Krakkarnir fengu okkur til að kaupa pizzur og við ákváðum að fara alla leið í notalegheitum og fylltum síðan skálar af sætindum og leigðum okkur mynd.

Í gær eldaði ég hins vegar góðan hversdagsrétt, kjöthleif með kartöflum og soðnu haustgrænmeti. Mér finnst það vera notalegur matur sem passar vel á haustkvöldum.

Kjöthleifur með rjómasósu

 • 1 kg nautahakk eða blanda af nautahakki og svínahakki
 • 1,5 msk kartöflumjöl
 • 0,75 dl brauðrasp
 • 1,5 dl mjólk
 • 1 msk tómatsósa
 • salt
 • pipar
 • 25 gr smjör
 • 2 laukar
 • 2,5 msk kalvfond
 • 1 dl vatn

Hitið ofninn í 175°. Skerið laukinn í bita og steikið á pönnu í smjörinu. Leyfið lauknum að malla við vægan hita í smjörinu þar til hann er orðinn mjúkur. Hellið kalvfond og vatni yfir og sjóðið saman í stutta stund. Takið af pönnunni og mixið með töfrasprota þannig að laukbitarnir hverfi.

Blandið brauðrasp og kartöflumjöli saman og hellið mjólkinni yfir. Leyfið blöndunni að standa um stund og þykkna. Blandið saman við laukmaukið og bætið síðan hakkinu og tómatsósunni við, ásamt salti og pipar. Mér finnst gott að nota hrærivélina en það er léttilega hægt að gera þetta í höndunum.

Smyrjið ofnskúffu eða eldfast mót og látið hakkblönduna á. Mótið hleif  úr hakkblöndunni og bakið í miðjum ofni í klukkutíma.

Mér þykir gott að nota soðið sem kemur af kjöthleifnum í sósu. Þegar kjöthleifurinn er tilbúinn tek ég hann úr forminu og sigta soðið úr því í pott. Ég bæti síðan ca 2 dl af vatni, 1-2 dl af rjóma, sojasósu, rifsberjahlaupi og grænmetisteningi í pottinn og læt sjóða um stund. Ég smakka síðan sósuna til með hvítum pipar og salti. Stundum bæti ég meiri vökva saman við eða jafnvel smá rjómaosti. Sósan er að lokum þykkt með maizena-mjöli.

11 athugasemdir á “Kjöthleifur með rjómasósu

  1. Er nema von að þú spyrjir, ég hefði nú mátt vera skýrari. Kalvfond er fljótandi kjötkraftur, t.d. frá Bong, og fæst í flestum, ef ekki öllum, matvöruverslunum. Mér þykir hann gefa mjög gott bragð og nota hann oft t.d. til að bragðbæta sósur.
   Knús, Svava.

 1. Nú er ég búin að prófa þrennt af síðunni hjá þér, Sylvíukökuna, kjöthleifinn og 4 hæða tertu með sítrónucurd og þetta er orðin uppáhalds uppskriftarsíðan mín. Allt einfalt og svakalega gott. Takk fyrir framtakið

 2. Er tilbúin með kjöthleifinn enn ekki viss um hitastig á ofninum 🙂 Nú ef ekki svar kemur set ég á ca 170 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s