Kanilsykurhúðaðir kleinuhringir

Kanilsykurhúðaðir kleinuhringir

Við fáum okkur oft kvöldkaffi á virkum dögum en um helgar þrái ég helgarkaffið með heimabökuðu og nýju brauði. Það er þó ekki kaffið sem ég þrái heldur sætabrauðið og þegar ég dett niður á girnilegar sætabrauðsuppskriftir þá get ég ekki hætt að hugsa um þær.

Kanilsykurhúðaðir kleinuhringir

Tengdó bauð okkur í kaffi fyrir nokkru og þar sem ég hafði stuttu áður dottið niður á uppskriftina af þessum kleinuhringjum greip ég tækifærið, bakaði þá og tók með mér. Uppskriftina lofaði ég að setja á bloggið en virðist hafa gleymt því. Ég furða mig á því, sérstaklega þar sem mér þóttu kleinuhringirnir svo góðir að ég hef verið á leiðinni að baka þá aftur. Kaffigestirnir voru líka hrifnir og kleinuhringirnir voru fljótir að hverfa af borðinu.

Kanilsykurhúðaðir kleinuhringir

Ég bar kleinuhringina fram heita með vanilluís (það má alltaf ganga að góðum vanilluís sem vísum í frystinum hjá tengdó) en þeir standa þó vel fyrir sínu einir og sér. Þar sem ég hafði bakað þá um morguninn hitaði ég þá aðeins í ofninum áður en ég bar þá fram síðar um daginn.

Kanilsykurhúðaðir kleinuhringir (uppskrift frá Barefoot Contessa)

  • 1 bolli hveiti
  • 3/4 bolli sykur
  • 1 tsk lyftiduft
  • ½ tsk kanill
  • ¼ tsk múskat
  • ¼ tsk salt
  • 1 stórt egg
  • ½ bolli súrmjólk
  • 2 msk smjör, brætt
  • 1 tsk vanilludropar

Til að húða kleinuhringina:

  • 4 msk smjör, brætt
  • 1/2 bolli sykur
  • 1 tsk kanill

Hitið ofninn í 175° og spreyjið kleinuhringjabökunarform með olíu.

Sigtið hveiti, sykur, lyftiduft, kanil, múskat og salt saman í skál.

Hrærið egg, súrmjólk, brætt smjör og vanilludropa saman í annari skál. Hellið blöndunni saman við þurrefnin og hrærið saman í deig. Passið að ofhræra ekki deigið heldur bara hræra þar til það er slétt og kekkjalaust.

Setjið deigið í plastpoka og klippið smá af einu horninu. Sprautið deiginu í kleinuhringjamótið og fyllið það að þremur fjórðu með deigi. Bakið í 15-17 mínútur eða þar til bökunarprjóni stungið í kleinuhringinn kemur hreinn upp.  Látið kleinuhringina kólna í forminu í 5 mínútur áður en þeim er hvolft úr.

Hrærið saman sykri og kanil til að húða kleinuhringina með og bræðið smjörið. Penslið heita kleinuhringina með bræddu smjöri og veltið þeim síðan upp úr kanilsykrinum. Berið kleinuhringina heita fram.

6 athugasemdir á “Kanilsykurhúðaðir kleinuhringir

  1. Sæl Svava
    Takk fyrir þessa frábæru síðu!
    Hefurðu hugsað þér að gefa út matreiðslubók? Það er svo mikið af frábærum uppskriftum á síðunni hjá þér. Ég hef núna síðastliðnar 3 vikur haft nánast einungis rétti af þessari síðu og réttirnir slá alltaf jafn mikið í gegn á heimilinu. Þetta er allt svo gott! Svo hef ég líka verið að gera terturnar og kökurnar frá þér og þetta er allt hverju öðru betra!
    Ég væri svo til í að eiga fallega matreiðslubók með réttunum þínum og ég held þetta sé eitthvað sem myndi slá algjörlega í gegn. Langaði bara til að koma því á framfæri 🙂

    Bestu kveðjur,
    Elísabeth

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s