Pestósnúðar

Pestósnúðar

Nú styttist í helgina og ég ætla að eyða kvöldinu í lakkrísveislu á Kolabrautinni. Ég hlakka mikið til að bragða á réttum sem eiga allir það sameiginlegt að innihalda gæðalakkrísinn frá Johan Bülow. Áður en ég legg af stað langar mig þó til að gefa ykkur frábæra uppskrift að pestósnúðum sem passar vel að bjóða upp á um helgina.

Pestósnúðar

Snúðarnir eru æðislegir sem léttur forréttur með freyðivíni eða léttvíni, sem meðlæti í saumaklúbbinn eða einfaldlega sem létt snarl. Við fengum vini í heimsókn um síðustu helgi og buðum þeim upp á þetta góðgæti. Ég ákvað að hafa snúðana með mismunandi pestótegundum og Jakob rak upp stór augu þegar hann sá pestókrukkurnar. Hann veit fátt betra en pestó og fannst hann heldur betur hafa dottið í lukkupottinn þegar ég bar 4 ólíkar tegundir í hús. Þvílík sæla.

Pestósnúðar

Snúðarnir vöktu slíka lukku að þeir ruku út og ég þakkaði fyrir að hafa myndað þá áður en ég bauð upp á þá. Stundum er það einfalda best og hér á það svo sannarlega við. Þetta geta allir gert á svipstundu og slegið í gegn. Súpergott!

Pestósnúðar

Pestósnúðar

  • frosið smjördeig
  • pestó að eigin vali (ég mæli með tómata og ricotta pestó frá Filippo Berio)
  • rifinn ostur, t.d. Ísbúi
  • gróft salt

Látið smjördeigið þiðna og fletjið það síðan út. Breiðið pestó yfir og stráið rifnum osti yfir. Rúllið upp, skerið í sneiðar og raðið á smjörpappír. Stráið grófu salti yfir og bakið í 225° heitum ofni þar til snúðarnir hafa fengið fallegan lit. Berið strax fram.

Pestósnúðar

3 athugasemdir á “Pestósnúðar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s