Vikumatseðill

Í dag er von á ljósmyndara hingað heim til að mynda fyrir tímarit sem kemur út á næstunni. Ég er búin að baka köku og hef mestar áhyggjur af því að einhver fái sér sneið af henni áður en ljósmyndarinn kemur. Kakan kallar á mig og ég get ekki beðið eftir að myndatakan verði yfirstaðin og við getum sest niður og notið hennar. Ég hlakka líka til að gefa ykkur uppskriftina en það verður víst að bíða.

Ég gerði matseðil fyrir komandi viku seint í gærkvöldi. Mér þykir hann sérlega ljúffengur. Ef þið hafið ekki bakað New York times-brauðið þá mæli ég með að þið prófið. Það er svo gott að það nær engri átt.

Gratíneraður fiskur með púrrlauk og blómkáli

Mánudagur: Gratíneraður fiskur með púrrulauk og blómkáli er réttur sem krakkarnir elska og ljúffeng byrjun á vikunni.

Hakkbuff með fetaosti

Þriðjudagur: Í síðustu viku elduðu tveir vinnufélagar mínir hakkabuff með fetaosti sem gerði það að verkum að ég hef hugsað um þau síðan. Það var því engin spurning að þau færu á  matseðilinn.

Sveppapasta

Miðvikudagur: Sveppapasta þykir mér passa vel í miðri viku. Einfalt, ódýrt og stórgott. Ég mæli með að hræra í New York times brauð kvöldinu áður til að bera fram með pastanu. Það tekur enga stund og þið munuð ekki sjá eftir því. Betra brauð en vandfundið.

Bangkok-kjúklingur

Fimmtudagur: Mér þykir Bangkok-kjúklingurinn dásamlega góður og tilhlökkunarefni að vita af honum á matseðlinum. Gerið ríkulegan skammt til að eiga í nestisbox daginn eftir er mín tillaga.

Gratinerað taco

Föstudagur: Gratinerað taco er fullkominn föstudagsmatur. Svo æðislega einfalt og brjálæðislega gott.

Syndsamlega góðar vöfflur

Með helgarkaffinu: Hvernig væri að gera vel við sig með góðum vöfflum (besta uppskrift sem ég hef prófað!) með sultu og rjóma og heitum Nutella-súkkulaðidrykk? Ekki svo galið myndi ég halda.

Heitur Nutella-súkkulaðidrykkur

Ein athugasemd á “Vikumatseðill

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s