Pastagratin

Ég er ósköp fegin því að sjá fyrir endan á „eldað úr frystinum“ vikunni og er farin að hlakka til að skipuleggja matarinnkaupin fyrir næstu viku. Í kvöld tók ég síðasta matinn úr frystinum, nautahakksbakka, og eftir eru þá bara ís og frosnir ávextir í skyrdrykki fyrir krakkana.

Þeir allra gleggstu gætu munað eftir að ég notaði hálfan beikonsmurost í skinku- og spergilkálsbökuna á þriðjudaginn. Núna notaði ég seinni helminginn í ostasósu til að setja yfir pastagratin. Rétturinn var dásamlega góður og mjög fjölskylduvænn.

Pastagratin

  • soðið pasta
  • kjötsósa (steikið 1 bakka af nautahakki, kryddið og setjið niðursoðna tómata eða pastasósu yfir og látið sjóða saman)
  • kirsuberjatómatar
  • vorlaukur
  • mozzarella ostur

Ostasósa

  • 4 dl rjómi
  • 100 g beikonsmurostur
  • 1-2 dl rifinn ostur
  • salt og pipar

Hitið ofninn í 220°. Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum á pakkningu. Steikið nautahakk og kryddið eftir smekk. Setjið góða pastasósu eða niðursoðna tómata yfir og látið sjóða saman.

Setjið rjóma í pott ásamt beikonsmurostinum og látið suðuna koma upp. Bætið rifnum osti í pottinn og látið bráðna saman við. Saltið og piprið og takið af hitanum.

Setjið pastað í eldfast mót og hellið kjötsósunni yfir. Skerið kirsuberjatómata í tvennt og setjið yfir kjötsósuna ásamt niðurskornum vorlauki. Hellið ostasósu yfir og endið á að strá rifnum mozzarella yfir.

Setjið í ofn í um 20 mínútur eða þar til osturinn hefur bráðnað og fengið fallegan lit.

9 athugasemdir á “Pastagratin

  1. Þessi réttur verður prófaður í kvöld. Klikkar örugglega ekki frekar en annað sem ég hef prófað hér á síðunni 🙂

  2. Eldaði þessa snilld í gær og litlu matvöndu börnin mín elskuðu þetta „besti matur lífs míns“ sagði sá 4 ára. Við hjónin vorum líka hrifin þannig að þetta verður bókað eldað aftur. Einfalt og svo gott… reyndar eins og allt annað sem ég hef eldað eða bakað af þessari frábæru síðu.
    Takk fyrir mig!

  3. Er með réttinn í ofninum á meðan landsleikurinn spilar. Keypti allt í matinn í gær samkvæmt vikumatseðli vikunnar. Gott að prófa eitthvað nýtt.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s