Ofnbakaður lax í pestórjómasósu

Ég sá frosinn lax í Ikea um daginn og varð forvitin að smakka hann. Þegar ég kom heim fór laxinn í frystinn og allur áhugi fyrir því að elda hann hvarf eins og dögg fyrir sólu. Ég veit ekki hvernig mér datt í hug að frosinn lax úr Ikea gæti verið spennandi og satt að segja var hann bara fyrir mér þarna í frystinum.

Ég ákvað að fyrst ég er á annað borð að hreinsa úr skápunum að elda laxinn til að losna við hann. Ég átti líka rjómapela í frystinum sem ég vildi líka losna við. Pestó og sýrðan rjóma átti ég í ískápnum. Það varð lygilega góður réttur úr þessum fáu hráefnum og Gunnar sagði að þetta væri í fyrsta skipti sem honum þykir lax svona góður.

Ofnbakaður lax í pestórjómasósu

  • 1 dl rjómi
  • 2 ½ dl sýrður rjómi
  • 1 teningur fiskikraftur
  • 2 msk rautt pestó
  • pipar og salt
  • Lax

Hitið ofninn í 180°. Leggið laxinn í eldfast mót.  Setjið rjóma, sýrðan rjóma, fiskkraft og rautt pestó í pott og hitið að suðu. Látið sjóða saman í nokkrar mínútur og smakkið til með salti og pipar. Hellið sósunni yfir laxinn og setjið í ofninn í 25 mínútur.

10 athugasemdir á “Ofnbakaður lax í pestórjómasósu

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s