Sveppasúpa

Mér finnst eitthvað notalegt við súpur og hef yfirleitt súpu einu sinni í viku. Krakkarnir eru hrifin af þeim og þessi sveppasúpa er ein af þeirra uppáhalds. Áður en ég ber súpuna fram leyfi ég töfrasprotanum að mauka sveppina niður.  Það gerir súpuna ekki bara barnvænni heldur gefur henni dásamlegt sveppabragð og skemmtilega áferð.

 • 400 gr sveppir
 • 1 laukur (ég átti ekki lauk og notaði 4 skarlottulauka í staðinn)
 • 2 hvítlauksrif
 • olía
 • 2 dl rjómi
 • 6 dl vatn
 • 1 kjúklingatengingur
 • 1 grænmetisteningur
 • 3 dl mjólk

Sneiðið sveppina, afhýðið laukinn og hvítlauksrifin og hakkið smátt. Steikið sveppina og hökkuðu laukana í nokkrar mínútur í stórum potti í smá olíu. Bætið vatni, mjólk, rjóma og teningum í pottinn og látið sjóða við vægan hita í ca 15 mínútur. Smakkið til og bætið ef til vill smá salti út í eða hálfum grænmetisteningi. Setjið í lokin töfrasprota í pottinn og maukið sveppina niður þannig að súpan verður slétt. Það er líka hægt að nota matvinnsluvél ef töfrasprotinn er ekki fyrir hendi.

Með súpunni borðuðum við síðustu sneiðarnar af brauðinu góða sem ég skar í sneiðar, smurði með smjörva og Dijon sinnepi og reif Gouda og Cheddar ost yfir. Stakk svo í 200° heitan ofninn þar til osturinn var bráðnaður.

16 athugasemdir á “Sveppasúpa

 1. Gerði þessa súpu í skírn hjá dóttur minni í gær fyrir 40 manns og allir súper ánægðir enda var enginn afgangur. Takk fyrir mig!

 2. Þetta er ein besta sveppasúpa sem ég hef á æfi minni smakkað, bakaði líka hvítlauksbrauð fyrir marga og dísus hvað ég borðaði yfir mig !! takk æðislega fyrir okkur

 3. Gerði þessa um daginn og hún var afskaplega góð! Ég bætti smá sítrónusafa og villibráðarkryddi frá pottagöldrum útí – og hún varð ekki verri fyrir vikið 🙂

 4. Takk fyrir þessa frábæru súpu. Hún hefur slegið svo í gegn hér á heimilinu að drengirnir mínir eru steinhættir að kvarta undan sveppum í mat.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s