Indverskur korma kjúklingur og nan-brauð

Indverskur Korma kjúklingur og nan-brauð

Um helgina leit mamma við hjá okkur með súkkulaðimús og færði mér það sem hún kallaði kærleiksgjöf. Í pakkanum leyndist silkiklútur sem mér þykir svo fallegur að ég fell í stafi. Ég átti einn Plomo o Plata klút fyrir sem ég hef varla tekið af mér en gerði óvart smá gat á hann um daginn þegar ég flækti hann í rennilás. Mamma hafði þó ekki hugmynd um það og því kom gjöfin skemmitlega á óvart. Takk enn og aftur elsku mamma ♥

Indverskur Korma kjúklingur og nan-brauð

Við enduðum þessa fyrstu aðventuhelgi á dásamlegri máltíð, korma kjúklingi með hrísgrjónum og nan-brauði. Mér þykir indverskur matur svo góður og þó að ég geri hann stundum frá grunni þá þakka ég fyrir að hægt sé að kaupa sósurnar tilbúnar þegar tíminn er knappur. Ég kynntist þeim fyrst þegar vinafólk bauð okkur í mat sem okkur þótti sérlega góður. Þegar ég bað um uppskriftina sögðust þau einfaldlega hafa steikt kjúkling og hellt tilbúinni korma sósu yfir. Síðan þá hef ég notað sósuna óspart en hef gaman af að breyta til með ólíku meðlæti. Mér þykir mjög gott að bera réttinn fram með mangó chutney og sýrðum rjóma en um helgina bætti ég lauki, hvítlauki og engifer í sósuna og bar réttinn síðan fram með ristuðum kasjúhnetum til að strá yfir kjúklinginn, hrísgrjónum og nan-brauði sem er gott að dýfa í bragðgóða sósuna. Það var ekki svo mikið sem sósudropi eftir af matnum og diskana hefði verið hægt að setja beint upp í skáp, svo vel var sleikt af þeim.

Indverskur Korma kjúklingur og nan-brauð

Indverskur Korma kjúklingur og nan-brauð

Að lokum vil ég minna á gjafaleikinn í samvinnu við Heru Björk. Leikurinn er í gangi út morgundaginn og á fimmtudaginn dreg ég vinningshafa.

Indverskur korma kjúklingur

  • 500 g kjúklingalundir
  • 1 lítill laukur, skorinn í þunnar sneiðar
  • 1 tsk rifið engifer
  • 1 tsk hvítlauksmauk (eða 1-2 hökkuð hvítlauksrif)
  • 1 krukka korma sósa (ég nota sósuna frá Patak´s, það eru 450 g. í krukkunni)
  • Ristaðar kasjúhnetur

Hitið olíu á pönnu við miðlungshita og mýkið laukinn. Bætið hvítlauk, engifer og kjúklingalundum á pönnuna og steikið í um 5 mínútur eða þar til kjúklingurinn er kominn með steikingarhúð en er ekki full eldaður. Bætið sósunni á pönnuna og látið sjóða við vægan hita undir loki í 10 mínútur. Hrærið af og til í pönnunni á meðan.

Indverskur Korma kjúklingur og nan-brauð

Indverskur Korma kjúklingur og nan-brauð

Nan-brauð

  • 1,5 dl fingurheitt vatn
  • 2 tsk sykur
  • 2 tsk þurrger
  • 4 dl hveiti
  • 0,5 tsk salt
  • 2 msk brætt smjör
  • 2 msk hreint jógúrt
  • Garam Masala (má sleppa)
  • gróft salt, t.d. Maldon (má sleppa)

Hrærið saman geri, vatni og sykri. Leggið viskastykki yfir skálina og látið standa í 10 mínútur.

Bætið hveiti, salti, smjöri og jógúrt saman við og hnoðið saman í deig. Leggið viskastykki yfir skálina og látið deigið hefast í 30 mínútur.

Skiptið deiginu í 4-6 hluta (eftir hversu stór þú vilt að brauðin verði) og sléttið út í aflöng brauð (það þarf ekkert kökukefli, hendurnar duga vel). Mér þykir gott að krydda brauðin með garam masala og grófu salti áður en ég steiki þau. Bræðið smjör á pönnu við miðlungshita og steikið brauðið í 3-4 mínútur áður en því er snúið við og steikt áfram í 2-3 mínútur.

Indverskur Korma kjúklingur og nan-brauð

7 athugasemdir á “Indverskur korma kjúklingur og nan-brauð

  1. Girnilegt, þetta verður sko prófað, ég elska að fylgjast með þér og brallinu hjá þér , þû ert sko uppáhalds ❤ ég Skoða síðuna þína oft á dag og hef prófað margt sem þú ert að kokka :0)) og alltaf rosalega gott, takk æðislega fyrir allar frábæru hugmyndirnar :0*

  2. Hæ hæ mér langar að forvitnast hvort það sé hægt að kaupa svona klút einhverstaðar á Íslandi?? Hann er alveg sjúklega flottur og ég bara verð að eignast svona 🙂
    Kveðja
    Ein bjartsýn 🙂

    1. Ég held að klútarnir fáist í Kastaníu á Höfðatorgi 🙂 Þeir hafa amk. einhverntímann verið til sölu þar! 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s