Eplakaka með marsípani og nýtt í eldhúsið

Í gær kom mamma loksins aftur frá Danmörku eftir að hafa verið þar í tæpar þrjár vikur. Mér fannst það allt of langur tími og saknaði hennar hræðilega. Mamma er mikið fyrir góðar eplakökur með rjóma og ég ákvað því að baka þessa gómsætu eplaköku með marsípani handa henni. Við tókum hana með okkur til hennar og þegar við fórum aftur heim var bara ein sneið eftir, átvöglin sem við erum. Við vorum öll sammála um að þykja kakan stórgóð og fara vel með vænni rjómaslettu.

Mamma hugsar alltaf svo vel um okkur og kom færandi hendi frá Danmörku. Hún bætti í eldhúsið hjá mér og gaf mér tvenn eldföst mót frá Le Creuset, þrenn bökunarmót frá Jamie Oliver, sósuausu frá Eva Trio, sigtiskeiðar frá Joseph Joseph og töng. Ég er í skýjunum.

Eplakaka með marsípani

 • 3 egg
 • 2,5 dl sykur
 • 1 tsk vanillusykur
 • 50 gr smjör
 • 1 dl mjólk
 • 3,5 dl hveiti
 • 2 tsk lyftiduft
 • smá salt
 • 120 gr marsípan

Fylling

 • 2 stór epli
 • 2 msk smjör
 • 2 msk flórsykur
 • 2 tsk kardimommur
 • 1 msk vanillusykur

Hitið ofninn í 175°. Afhýðið eplin og skerið í bita. Steikið bitana í smjöri, flórsykri, vanillusykri og kardimommu þar til þeir fá fallega húð og byrja að mýkjast. Takið af pönnunni og leggið til hliðar.

Hrærið egg, sykur og vanillusykur þar til ljóst og létt. Bræðið smjör og hrærið saman við mjólkina og blandið því við eggjablönduna.  Blandið saman hveiti, lyftidufti og salti og hrærið varlega saman við deigið.  Rífið marsípanið og blandið út í deigið.  Bætið að lokum steiktu eplabitunum í deigið. Setjið deigið í smurt smelluform og bakið í miðjum ofni í ca 25-30 mínútur eða þar til kakan er bökuð í gegn. Gott er að stinga bökunarprjóni í kökuna, ef hann kemur þurr upp þá er kakan tilbúin.

12 athugasemdir á “Eplakaka með marsípani og nýtt í eldhúsið

 1. Ég er gríðarlega ánægð með bloggmetnaðinn sem þú hefur!! Það er líka ástæðan fyrir því að ég kíki hingað oft á dag spennt eftir nýju bloggi:)
  Ein af mínum uppáhalds matarbloggssíðum klárlega!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s