Tælenskt kjúklingaenchiladas

Tælenskt kjúklingaenchiladas

Ég er ekki með neinn móral yfir að hafa boðið upp á sítrónukökuna á mánudaginn en ef einhverjum hefur blöskrað óhollustan þá bæti  ég upp fyrir það núna með þessum súperhollu en jafnframt stórkostlega góðu enchiladas.

Tælenskt kjúklingaenchiladas

Það er gerist ekki oft að ég fæ æði fyrir heilsuréttum (sem þessi er svo sannarlega á minn mælikvarða) en þessar kjúklingavefjur hafa átt hug minn allan síðan ég eldaði þær. Mér þóttu þær stórkostlega góðar og ég var í skýjunum yfir að ná að lauma einni vefju frá til þess að eiga í nesti daginn eftir. Og þar var ég sniðug því það var barist um síðustu bitana.

Tælenskt kjúklingaenchiladas

Þessar vefjur eru klárlega nýtt uppáhald hjá okkur og verða eldaðar aftur við fyrsta tækifæri. Ég mæli með að þið prófið þær strax um helgina. Þið eigið ekki eftir að sjá eftir því!

Tælensk kjúklingaenchiladas (uppskrift frá How Sweet It Is)

  • 8 mjúkar tortillukökur
  • 2 kjúklingabringur, soðnar og tættar
  • 1 msk olía
  • 1/2 laukur, hakkaður
  • 1/3 bolli rifnar gulrætur
  • 1/2 bolli rifið hvítkál
  • 4 pressuð hvítlauksrif
  • 1/2 tsk salt
  • 1/2 tsk pipar
  • 4 vorlaukar
  • 1/3 bolli hakkaðar salthnetur + meira sem skraut
  • 1/4 bolli hakkað ferskt kóriander + meira sem skraut
  • 2  ½ bolli létt kókosmjólk
  • 1/3 bolli + 1/2 bolli sweet chili sauce

Hitið ofninn í 175°.

Hitið olíu á pönnu yfir miðlungshita og setjið lauk, hvítkál, gulrætur, hvítlauk og 1/4 tsk salt á pönnuna. Hrærið annað slagið í pönnunni og látið malla þar til grænmetið er orðið mjúkt, 6-8 mínútur. Passið að hafa ekki of háan hita.

Bætið kjúklingnum (það er gott að tæta hann með því að skera soðnar bringurnar í grófa bita, setja þær í skál og hræra þær með handþeytara), vorlaukum, salthnetum, kóriander, salti og pipar á pönnuna. Blandið öllu vel sama og látið malla saman í 1-2 mínútur. Bætið 3/4 bolla af kókosmjólk og 1/3 bolla af sweet chili sósu á pönnuna og látið allt blandast vel saman. Takið pönnuna af hitanum og leggið til hliðar.

Smyrjið eldfast mót sem er 22 x 33 cm. Hrærið saman það sem eftir var af kókosmjólkinni og sweet chili sósunni. Hellið um 1/2 bolla af sósublöndunni í botninn á eldfasta mótinu. Skiptið fyllingunni (sem er á pönnunni) jafnt á tortillukökurnar, rúllið þeim þétt upp og leggið í eldfasta mótið. Hellið afgangnum af sósublöndunni yfir og passið að láta blönduna fara yfir allar tortilluvefjurnar.

Bakið í 20 mínútur. Takið úr ofninum og stráið fersku kóriander og hökkuðum salthnetum yfir. Sósan í botninum á mótinu er of góð til að láta fara til spillis, setjið skeið í mótið og ausið sósunni yfir vefjurnar. Namm!

5 athugasemdir á “Tælenskt kjúklingaenchiladas

  1. Ég bakaði Starbucks Sítrónukökuna núna í vikunni,og það sem hún sló í gegn! Yndislegt og ferskt strónubragðið af henni.Verður klárlega bökuð oft;) Takk fyrir.

  2. Er að elda þennan rétt. Verð að hrósa þér fyrir að geta þess hvaðan þú færð uppskriftirnar. Það er til fyrirmyndar.

  3. er virkilega 2.5 bolli af kókosmjólk í þessari uppskrift? þé 6,125 dl? lítur annars hrikalega vel út eins og annað á síðunni!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s