Ég var búin að lofa að setja þessa uppskrift hingað á bloggið, enda á hún svo sannarlega heima hér. Börnin mín eru sjúk í ís en sjálf vil ég helst hafa ísinn sem meðlæti, eins og til dæmis með heitri berjaböku eða súkkulaðiköku. Eða eins og hér, með hrúgu af berjum og sósu sem lyfir dásemdinni upp á hærra plan.
Dásamleg súkkulaðisósa
- 1 dl sykur
- 3/4 dl rjómi
- 1/2 dl sýróp
- smá salt
- 1 tsk vanillusykur
- 1/2 dl kakó
- 50 g smjör
Setjið allt saman í pott og hrærið saman. Látið sjóða í nokkrar mínútur til að sósan þykkni. Berið súkkulaðisósuna heita eða volga fram.
2 athugasemdir á “Dásamleg súkkulaðisósa”