Vikumatseðill

VikuinnkaupVikuinnkaupVikuinnkaupVikuinnkaupÞar sem það er varla hundi út sigandi í þessu veðri þykir mér kjörið að taka daginn í að gera vikumatseðil og undirbúa vikuna. Vikuinnkaupin breytast alltaf aðeins hjá mér á haustin og sérstaklega núna þegar Malín tekur með sér nesti í skólann. Það er smá áskorun að finna hentugt nesti og við erum að prófa okkur áfram.

Á matseðlinum þessa vikuna veit ég að kjötbollurnar á þriðjudeginum og pylsugratínið á miðvikudeginum eru tilhlökkunarefni hjá krökkunum en hjá mér er það kjúklingasúpan á föstudeginum sem stendur upp úr. Hún er himnesk og ef þið hafið ekki prófað hana þá hvet ég ykkur til þess. Heimagerða Snickersið er síðan hápunktur vikunnar. Hamingjan hjálpi mér hvað það er gott. Það ætti að vera til á hverju heimili. Alltaf.

Fiskréttur með blaðlauk og sveppum

Mánudagur: Fiskréttur með blaðlauk og sveppum

Ofnbakaðar kjötbollur

Þriðjudagur: Ofnbakaðar kjötbollur

Pylsugratín með kartöflumús

Miðvikudagur: Pylsugratín með kartöflumús

Spaghetti alla carbonara

Fimmtudagur: Spaghetti carbonara

Kjúklingasúpa

Föstudagur: Himnesk kjúklingasúpa með ferskjum

Heimagert snickers

Helgardekrið: Heimagert Snickers

Vikumatseðill

Vikumatseðill

Í gærkvöldi gerði ég uppáhalds granólað mitt og í leiðinni furðaði mig á því af hverju ég geri það ekki oftar. Þetta tekur enga stund! Það var því extra notalegt að koma fram í morgun, vitandi að það biði mín góður morgunverður án nokkurar fyrirhafnar. Besta byrjunin á deginum.

Matseðillinn fyrir komandi viku gefur hálfgert frí frá eldhúsinu á miðvikudeginum því þá er afgangur nýttur frá deginum áður. Uppskriftin er nefnilega stór og dugar vel í tvær máltíðir. Á föstudeginum er ein uppáhalds pizzan mín (ef þið hafið ekki gert hana þá hvet ég ykkur til að prófa!) og með helgarkaffinu kleinuhringir sem mig hefur langað í undanfarna daga. Ég fæ reglulega spurningar um kleinuhringjaformið sem ég nota og bendi því á að ég sá það um daginn í Hagkaup í Garðabæ (við endann á rekkanum með bökunarvörunum). Kostar ekki mikið og er hverrar krónu virði!

Ofnbakaður fiskur í paprikusósu

Mánudagur: Ofnbakaður fiskur í paprikusósu

Chili con carne

Þriðjudagur: Chili con carne og New York Times-brauð

Chili con carne

Miðvikudagur: Chili con carne með grænmeti í tortillavefju

Rjómalöguð kjúklingasúpa

Fimmtudagur: Rjómalöguð kjúklingasúpa

Pizza

Föstudagur: Mexíkó pizza

Kanilsykurhúðaðir kleinuhringir

Með helgarkaffinu: Kanilsykurhúðaðir kleinuhringir

Vikumatseðill

Þjóðhátíðardagurinn setur svip sinn á komandi viku og aftur er stutt vinnuvika framundan. Við förum alltaf á Rútstún á 17. júní og mér heyrist á krökkunum að það verði engin breyting þar á í ár. Þau vilja hvergi annars staðar vera á þessum degi, enda gaman að vera þar sem vinirnir eru. Nú er bara að vona að verðublíðan sem hefur verið upp á síðkastið haldist.

Ef þið eruð að velta kvöldverðum vikunnar fyrir ykkur þá kemur hér hugmynd að matseðli. Ef þið hafið ekki prófað ofnbökuðu kartöfluhelmingana þá mæli ég með að þið gerið það í snatri. Þeir eru guðdómlegir! Hamborgararnir eru sömuleiðis ómótstæðilegir og mér þykir þetta kombó fara vel á þjóðhátíðardeginum. Það er hægt að undirbúa matinn áður en hátíðarhöldin hefjast og þá tekur enga stund að koma matnum á borðið eftir að komið er heim.

Mánudagur: Steiktur fiskur í kókoskarrý

Steiktur fiskur í kókoskarrý

Þriðjudagur: Heimagerðir hamborgarar og ofnbakaðir kartöfluhelmingar

Hamborgarar

Ofnbakaðir kartöfluhelmingar

Miðvikudagur: Sveppasúpa

Sveppasúpa

FimmtudagurPasta með púrrulauk og beikoni

Pasta með púrrulauk og beikoni

Föstudagur: Indverskur kormakjúklingur og nanbrauð

Indverskur Korma kjúklingur og nan-brauð

Með helgarkaffinu: Drömmekage

Drømkage

Vikumatseðill

Vikumatseðill

Þá er enn ein vikan liðin og eins og svo oft áður nýti ég sunnudaginn í að skipuleggja komandi viku. Ég fer yfir það sem er að gerast hjá okkur í vikunni, naglalakka mig og geri vikumatseðil. Hápunktur líðandi viku var þegar við Gunnar gengum á Grimmansfell með vinnufélögum mínum. Gunnar er svo ótrúlega duglegur í fjallgöngunum og mér þykir svo gaman að hafa hann með. Þetta er ómetanleg gæðastund þó að mig langi oft á tíðum til að gefast upp og snúa við á miðri leið! Það er alltaf jafn góð tilfinning að ná toppnum og enn betri að klára göngurnar.

Vikumatseðill

Ég er stundum spurð af því hvort að ég fari eftir þeim matseðli sem ég birti hér á síðunni. Svarið er já og nei. Ég fer eftir honum að hluta til. Ef ég fylgdi þessum matseðlum þá kæmi aldrei neitt nýtt inn á bloggið! Ég geri því matseðil fyrir mig og geri síðan annan byggðann á mínum fyrir bloggið. Ég vona að þeir nýtist ykkur og létti undir í hversdagsamstrinu.

Ofnbakaður fiskur með paprikusósu

Mánudagur: Mig langar að byrja vikuna á ofnbökuðum fiski í paprikusósu.

Pestóbaka með bökuðu grænmeti

Þriðjudagur: Pestóbaka með bökuðu grænmeti er bæði falleg og góð. Hún stendur vel ein og sér en gott salat fer vel með.

Mexíkósk kjötsúpa

Miðvikudagur: Mexíkósk kjötsúpa er fjölskylduvæn og tekur ekki langan tíma að útbúa. Ég ber hana fram með sýrðum rjóma og nachos eða góðu brauði (þar kemur New York Times-brauðið sterkt inn) og allir verða glaðir.

Einfaldur kvöldverður og dásamlegur eftirréttur

Fimmtudagur: Pylsur í þunnbrauðsvefju er bæði einfalt og gott. Heimagerður skyndibiti eins og þeir gerast bestir!

Satay kjúklingasalat

Föstudagur: Satay kjúklingasalat hefur lengi verið í uppáhaldi hjá krökkunum. Hollt, gott og æðislegt í alla staði.

Starbucks sítrónukaka

Með helgarkaffinu: Ég er veik fyrir sítrónukökum og finnst sítrónukakan frá Starbucks æðisleg.