Í gær fékk ég í hendurnar nýjasta Gestgjafann þar sem meðal annars er þáttur eftir litlu mig. Mér þótti mikill heiður að vera beðin um að gera þrjár síður fyrir blaðið og hafði æðislega gaman af. Það var mjög spennandi að fá Gestgjafann í hendurnar í gær og ég ætlaði varla að þora að opna hann. Í blaðinu gef ég fljótlegar uppskriftir fyrir saumaklúbbinn sem eru allar mjög góðar og ég get lofað því að ykkur á eftir að þykja súkkulaðikakan með kókosnum æðislega góð. Drífið ykkur nú og kaupið blaðið, það er stútfullt af girnilegum uppskriftum.
Ég var að fara í gegnum myndirnar í tölvunni og rakst þá á þessar myndir af kjúklingasúpu sem ég gerði fyrir nokkrum vikum og átti alltaf eftir að setja inn. Ég skil ekki hvernig það gat gerst því ég elska þessa súpu.
Uppskriftin kemur frá Beggu frænku minni og þegar hún bauð mér í súpuna í fyrsta sinn þá kolféll ég fyrir henni og varð ekki róleg fyrr en hún var búin að gefa mér uppskriftina. Súpan er ekki síðri daginn eftir og því sniðugt að bjóða upp á hana í afmælum eða saumaklúbbum og geta þá undirbúið hana deginum áður.
Kjúklingasúpa með ferskjum
- 1 stór laukur (smátt saxaður)
- smjör
- 3-4 tsk karrýmauk (ég nota Pataka´s mild curry paste, coriander & cumin)
- 4 hvítlauksrif, pressuð
- 1 ½ dós niðursoðnir tómatar
- 5 dl kjúklingasoð (vatn og 2 kjúklingateningar)
- 1 lítil dós tómatpuré
- 1/2 líter rjómi
- 1 stór dós niðursoðnar ferskjur
- 3 kjúklingabringur.
Bræðið smjör og karrýmauk í potti og bætið lauknum í. Látið laukinn mýkjast við vægan hita. Bætið tómötum, tómatpuré, kjúklingasoði, hvítlauk og rjóma saman við og látið sjóða við vægan hita í ca 10 mínútur.
Skerið ferskjurnar smátt niður og bætið út í ásamt safanum. Látið sjóða áfram í aðrar 10 mínútur.
Skerið kjúklingabringurnar smátt og steikið á pönnu upp úr smjöri. Saltið með maldonsalti. Bætið kjúklingabitunum út í súpuna og látið hana sjóða í 5 mínútur til viðbótar.
Rakst á síðuna nýlega og er búin að vera að skoða, allt saman mjög girnilegt.
Fer að sjálfsögðu og kaupi Gestgjafann, sjáum svo til hvað ég geri ;).
Guðrún Inga
Hef oft eldað þessa súpu og hún er alveg sjúklega góð fljótleg og auðveld 🙂 Frábærar uppskriftir hjá þér. Takk fyrir Hjördís Inga:)
Vá spennandi! Nú þarf ég að kaupa Gestagjafann! Eins gott að þú ert með næsta saumó, við gerum auðvitað ráð fyrir að fá allar þessar ljúffengu klúbbauppskriftir eftir þig sem eru í blaðinu! 🙂 Hef einmitt fengið þessa súpu hjá þér í saumó, hún er rosalega góð! 🙂 kram, Dröfn
Frábær síða hjá þér og glæsilegur árangur, bara komin í öll blöðin á örskömmum tíma 🙂
Dásamlegast súpa sem ég hef smakkað 🙂
Váááá hvað þessi var góð, er sko komin í favorites hjá mér 🙂
Frábær síða hjá þér. Einu var ég að spá í, ertu með Doritos, rifin ost eða sýrðan rjóma með þessari súpu ?
Kv. Lilja
Bestu þakkir Lilja. Ég hef bara snittubrauð með þessari súpu (kaupi frosin sem ég hita rétt áður en ég ber súpuna fram). Hvet þig til að prufa súpuna, hún er í sérlegu uppáhaldi hjá mér 🙂
Kveðja, Svava.
Ok ákvað að skella í kryddbrauðin með ostinum ofan á frá þér 🙂 Er með afmælisboð á laugardaginn og hef það á tilfinningunni að þetta eigi eftir að slá rækilega í gegn 🙂
Þessi uppskrift, er hún miðuð við 4-6? 🙂
Já, èg myndi segja það. Það er oftast smá afgangur af henni þegar ég elda hana fyrir okkur 5 🙂
Sent from my iPhone
Ljómandi 🙂 prufum þessa…
Þessi er mjög svipuð jóskri karrýsúpu sem ég eignaðist uppskrift af fyrir mörgum árum síðan – hún er afskaplega góð.
Sæl Svava
Ég vil byrja á því að þakka þér fyrir að hafa hjálpað mér mikið í eldhúsinu með góðum uppskriftun og hugmyndum 🙂 Hef mikinn áhuga á því að elda þessa súpu en getur þú sagt mér hvar ég fæ Pataka´s mild curry paste, coriander & cumin?
Kær kveðja Ragnheiður
Síðast þegar ég vissi þá fékst það í Bónus 🙂
Sæl. Takk fyrir frábærar uppskriftir, síðan nýtist heimilinu mjög vel 🙂 ein spurning, hvað er einföld uppskrift af ferskjusúpunni ætluð fyrir ca marga fullorðna?
En gaman að heyra að uppskriftirnar nýtist ykkur. Uppskriftin af ferskjusúpunni er frekar stór og matarmikil þar sem það er kjúklingur í henni. Ég myndi segja að hún væri fyrir ca 5 fullorðna. Ef hún er borin fram með brauði verður hún síðan enn matarmeiri.
>