Himnesk hnetusmjörskaka

Þessi kaka er himnasendig fyrir þá sem elska hnetusmjör og hún er í algjöru uppáhaldi hjá Ögga. Hann er ekki þó einn um að þykja kakan góð og ég held að það sé ekki annað hægt en að falla fyrir henni.

Mér þykir mjög gaman að bjóða upp á þessa köku því hún vekur alltaf lukku. Um síðustu helgi fengum við vini okkar í kaffi og ég var byrjuð að baka möndluköku þegar Öggi fékk akút löngun í hnetusmjörskökuna. Þar sem ég er ósköp bóngóð í eldhússtörfunum þá ákvað ég að baka hana líka, öllum til mikillar gleði.

Ég hef mjög gaman af því að skoða amerískar uppskriftasíður og þar er oftast, ef ekki alltaf, notað bollamál. Það er lítið mál að breyta bollamáli yfir í desilítra (t.d. er tafla hér á síðunni) en ég mæli þó með því að fjárfesta í bollamáli. Þau kosta ekki mikið og ég sá t.d. bollamál frá Wilton í Kosti um daginn á um þúsund krónur.

Hnetusmjörskaka (uppskrift frá The Girl Who Ate Everything)

Botn:

 • ¼ bolli slétt hnetusmjör (þ.e. ekki með bitum í)
 • 1 bolli vatn
 • ½  bolli smjör
 • 1 bolli sykur
 • 1 bolli púðursykur
 • 2 bollar hveiti
 • 1 tsk salt
 • 1 tsk matarsódi
 • 2 egg
 • ½  bolli buttermilk (setjið 1 msk af sítrónusafa í bolla og fyllið hann síðan af mjólk. Látið standa í 5 mínútur)
 • 1 tsk vanillusykur

Krem:

 • ¾ bolli smjör
 • 6 msk buttemilk
 • ½  bolli slétt hnetusmjör
 • 3½ bolli flórsykur
 • 1 tsk vanillusykur

Hitið ofninn í 190°. Blandið saman hnetusmjöri, vatni og smjöri í potti og hitið að suðu. Bætið sykri, púðursykri, hveiti, salti og matarsóda saman við. Blandið eggjum, buttermilk (gerið 1 bolla af buttermilk, þ.e. blandið sítrónu og mjólk skv. skýringu hér fyrir ofan, notið hálfan bolla núna og geymið hinn helminginn til að nota í kremið) og vanillusykri saman og hrærið saman við. Klæðið skúffukökuform með bökunarpappír og bakið í ca 25 mínútur, eða þar til prjóni stungið í kökuna kemur hreinn upp.

Krem: Blandið saman smjöri, buttermilk og hnetusmjöri í potti og hitið að suðu. Takið af hellunni og hrærið flórsykri og vanillusykri saman við. Setjið kremið yfir kökuna.

12 athugasemdir á “Himnesk hnetusmjörskaka

 1. Hæ,

  datt inn á bloggið þitt og finnst það ferlega skemmtileg, skoða mikið amerísk bakstursblogg og finnst alltaf jafn gaman að detta niður á svipuð íslensk blogg 🙂

  Mig langaði að forvitnast um hvaða amerísku blogg þú ert helst að skoða – ég sé það allavega hvergi á síðunni (nema það hafi farið fram hjá mér). Og svo sé ég að þú ert að skoða sænsk blogg líka, þó að ég búi í Svíþjóð hefur mér fundist erfitt að finna sænsk matar- og bakstursblogg sem heilla, ertu með e-r tips þar? 🙂

  1. Sæl Kristín.
   Ég skoða allt of mikið af bloggum. Ég skoða t.d. amerísku bloggin Smitten Kitchen og Bakers Royale og sænska bloggið Call me cupcake. Ég skoða líka síður eins og Tasteline og Allt om mat. Það er heill hafsjór af matarsíðum og bloggum og léttilega hægt að gleyma sér yfir þeim 🙂
   Bestu kveðjur, Svava.

 2. Hæ!
  Rosa gaman að skoða þetta flotta blogg hjá þér! margt spennandi sem fær bragðlaukana til að fara á fullt, ætla til dæmis að prófa þessa girnilegu köku núna!
  Ein spurning: hvað á að vera mikill flórsykur í kreminu?
  Svo segi ég bara eins og ameríkanarnir, „keep up the good work“ 🙂
  Kv. Halla Björg

  1. Hæ Halla Björg og takk fyrir kveðjuna ♥
   Ég sé að ég hef gleymt að setja flórsykurmagnið inn en það á að vera 3 1/2 bolli. Ég er búin að laga þetta núna – takk fyrir ábendinguna.
   Bestu kveðjur, Svava.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s