Vikumatseðill

Eins og svo oft áður byrja ég sunnudaginn með kaffibollann við tölvuna og plana vikuna. Mér þykir svo gott að fara inn í vikuna með fullan ísskáp og gott yfirlit yfir það sem er og þarf að gerast í vikunni.  Það er skemmtileg vika framundan með bíóferð og vinkonuhittingi. Ef ég nenni ætla ég síðan að mála svefnherbergið mitt um næstu helgi. Það hefur staðið til að taka það í gegn og nú ætla ég að láta verða af því. Í gær fór ég að skoða rúm og í dag ætla ég að velja málningu á veggina og ákveða hvernig ég ætla að hafa þetta. En fyrst af öllu, hér kemur vikumatseðill!

Vikumatseðill

Mánudagur: Fiskur í sweet chillí

Þriðjudagur: Hakk í pulsubrauði

Miðvikudagur: Minestrone og mozzarellafylltar brauðbollur

Fimmtudagur: Spaghetti Carbonara

Föstudagur: Kjúklingaborgari

Með helgarkaffinu: Banana- og súkkulaðikaka

Vikumatseðill

Síðasta vinnuvikan mín fyrir sumarfrí er framundan og eins og flesta sunnudaga sit ég við tölvuna og undirbý vikuna. Ég er með svo margar uppsafnaðar uppskriftir frá síðustu vikum sem eiga eftir að koma inn á bloggið og síðan er ég með mikið af uppskriftum sem mig langar að prófa. Listinn er langur! Það verður gaman að fara inn í sumarfríið með gott matarplan.

Lífið hefur snúist svolítið um HM upp á síðkastið. Í gær kom mamma til okkar í vöfflukaffi yfir Svíþjóð-England leiknum og um kvöldið hittumst við SSSskutlurnar og borðuðum saman yfir Rússland-Króatíu. Ég hef aldrei horft jafn mikið á fótbolta eins og undanfarnar vikur. Hef reyndar aldrei horft á fótbolta nema þegar Ísland er að spila landsleiki eða Gunnar að spila með Blikunum. Ég er þó búin að átta mig á að HM er fjör með góðum mat og spennandi leikjum. Hlakka mikið til leikjanna í vikunni og úrslitaleiksins um helgina!

Vikumatseðill

Mánudagur: Einfalt fiskgratín með sveppum

Þriðjudagur: Chili con carne

Miðvikudagur: Blómkálssúpa

Fimmtudagur: Ofnbökuð svínalund með sinnepssveppasósu

Föstudagur: Japanskt kjúklingasalat

Með helgarkaffinu: Uppáhalds vöfflurnar

Vikumatseðill

Það er skemmtileg vika að baki með veisluhöldum kvöld eftir kvöld. Þetta er búið að vera fjör! Myndirnar eru frá fimmtudagskvöldinu en þá vorum við með það allra nánasta hér í kvöldkaffi þar sem boðið var upp á Oreo-ostaköku og Rice krispiesköku með bananarjóma og karamellu. Síðan keypti ég uppáhalds nammið hennar Malínar og setti í skálar. Einfalt og gott.

Í kvöld hlakka ég til að leggjast fyrir framan sjónvarpið og horfa á lokaþáttinn af Allir geta dansað. Það sem mér hefur þótt gaman að fylgjast með þessum þáttum og hvað ég dáist að dugnaðinum í dönsurunum! Planið var að grilla eitthvað gott í kvöldmat en það er nú ekki beint grillveður þessa dagana. Eftir veisluhöld síðustu daga langar mig mest til að sækja take-away og gera sem minnst í kvöld. Í næstu viku bíða tveir vinnudagar og svo smá frí. Ég hlakka til!

Vikumatseðill

Mánudagur: Ítalskur lax með fetaostasósu

Þriðjudagur: Hakkabuff með karamelluseruðum lauki og rjómasósu

Miðvikudagur: Puy linsurósmarín og hvítlaukssúpa

Fimmtudagur: Mozzarellapizza

Föstudagur: Kjúklingasalat með BBQ-dressingu

Með helgarkaffinu: Torta di Pernilla

Vikumatseðill

Konudagsblómin hafa staðið falleg alla vikuna og standa enn. Ég vil helst alltaf hafa afskorin blóm hér heima en það gengur ekki alveg upp. Ég kaupi þó oft vendi fyrir helgarnar og verð alltaf jafn glöð þegar þeir standa svona lengi og ná jafnvel tveimur helgum, eins og núna. En úr einu í annað, hér kemur tillaga að matseðli fyrir vikuna!

Vikumatseðill

Mánudagur: Fiskur í sweet chili

Þriðjudagur: BBQ-kjöthleifur

Miðvikudagur: Kjúklingasúpan hennar mömmu

Fimmtudagur: Satay-kjúklinganúðlur

Föstudagur: Tacopizzubaka

Með helgarkaffinu: Franskar brauðrúllur

Vikumatseðill

Krakkarnir eru í vetrarfríi næstu dagana og munu því hafa það notalegt hér heima á meðan ég verð í vinnunni. Þau eru enn sofandi en ég sit hér með kaffibollann minn og skipulegg vikuna. Það er skemmtileg vika framundan með vinkonuhittingi, bíóferð og deitkvöldi með Jakobi. Ég ákvað um áramótin að fá eitt kvöld í mánuði með hverju barni og núna er komið að Jakobi. Hann veit fátt betra en svínarif og við ætlum að prófa rifjakvöld á Mathúsi Garðabæjar. Ég hlakka til! Í síðustu viku var mikið útstáelsi á mér og bloggfærslurnar urðu færri fyrir vikið. Það mun ekki endurtaka sig í þessari viku. Nú verð ég betur skipulögð!

Vikumatseðill

Mánudagur: Þorskur undir krydduðum osta- og rasphjúp

Þriðjudagur: Nautahakkschilli með cheddarskonsum

Miðvikudagur: Salamibaka með fetaosti

Fimmtudagur: Tælenskur kjúklingur með kókos

Föstudagur: Chilihakkpizza

Með helgarkaffinu: Banana- og súkkulaðibaka

Vikumatseðill

Það er spáný vika framundan og ekki seinna vænna að fara að plana vikumatseðil og gera vikuinnkaup. Þegar ég plana matarvikuna reyni ég alltaf að finna nýja rétti til að prófa, þó ekki sé nema fyrir eitt eða tvö kvöld í vikunni. Ég elska hversdagsmat og það er svo létt að festast í að elda það sama viku eftir viku. Það er hins vegar svo mikið til af góðum uppskriftum og gama að prófa nýja rétti. Ég vona að vikumatseðillinn gefi ykkur hugmyndir fyrir kvöldverði vikunnar en ef hann gerir það ekki þá eru yfir 70 aðrir matseðlar hér á síðunni. Skrifið vikumatseðill í leitina og þá dúkka þeir upp.

Vikumatseðill

Mánudagur: Mexíkófiskur

Þriðjudagur: Ragú með pasta

Miðvikudagur: Gulróta- og tómatsúpa með kókosmjólk

Fimmtudagur: Kasjúhnetukjúklingur

Föstudagur: Tacobaka

Með helgarkaffinu: Sítrónuformkaka

Vikumatseðill

Ég ætlaði að vera fyrr á ferðinni með vikumatseðilinn en dagurinn hefur hlupið frá mér í alls konar stúss, þegar mig langaði mest af öllu bara að dóla heima á náttsloppnum eftir útikvöld í gær. Við vorum boðin í fordrykk til vinahjóna í gærkvöldi og þaðan héldum við svo á Kopar og enduðum á Slippbarnum. Svo brjálæðislega gaman! Dagurinn í dag hefur hins vegar verið aðeins seigari og ég hlakka mikið til að skríða snemma upp í rúm í kvöld. En nóg um það, hér kemur tillaga að vikumatseðli!

Mánudagur: Ofnbakaður fiskur í paprikusósu

Þriðjudagur: Hakkabuff með karamelluseruðum lauki og rjómasósu

Miðvikudagur: Ofnbökuð ostapylsa

Fimmtudagur: Caesarbaka

Föstudagur: Kjúklingaborgari með pækluðum rauðlauk og gúrku og hvítlaukschilisósu

Með helgarkaffinu: Nutellaformkaka

 

Vikumatseðill

 Eftir desembermánuð, með öllum sínum veisluhöldum og veislumat, tek ég hversdagsleikanum fagnandi með sinni rútínu og vikumatseðli. 

Vikumatseðill

Mánudagur: Smjörsteiktur þorskur

Þriðjudagur: Quiche Lorraine

Miðvikudagur: Nautahakks- og makkarónupanna

Fimmtudagur: Blómkálssúpa með sveppaosti og sweet chili

Föstudagur: Carnitas

Með helgarkaffinu: Sænskar pönnukökur

 

SaveSave

Vikumatseðill og jólavörur

Vikumatseðill og jólavörurÉg er svo glöð yfir því að nóvember sé runninn upp. Mánuðurinn sem fyrsta aðventan fellur á. Það sem ég hlakka til! Þegar ég gerði vikuinnkaupinn um síðustu helgi gaf ég mér góðan tíma í að skoða jólavörurnar sem voru komnar í Hagkaup. Það var tvennt sem fékk að fylgja með heim, annars vegar glerkúpullinn á myndinni fyrir ofan sem hreindýrin mín munu fá að liggja í yfir aðventuna og hins vegar nýr jólatrésfótur. Mig hefur lengi dreymt um hvítan jólatrésfót sem er í laginu eins og stjarna og hef upp á síðkastið leitað af slíkum á netinu. Var eiginlega búin að gefa upp alla von á að finna hann hér heima og komin á það að panta hann erlendis frá. Ég ætlaði því varla að trúa mínum eigin augum þegar ég sá hann í Hagkaup, alveg eins fót og ég hafði hugsað mér!  Fóturinn er úr stáli, er þungur, massívur og alveg nákvæmlega eins og mig langaði í. Þvílík heppni!Vikumatseðill og jólavörur

Það er svolítið síðan ég setti vikumatseðil inn en þið vitið vonandi að ef þið skrifið vikumatseðill í leitina þá koma þeir allir upp. Nú þegar það er farið að dimma snemma og kólna í veðri þá langar mig alltaf meira í haustlegri mat. Súpur, kássur og kósýheit með fjölskyldunni og logandi kertaljós á matarborðinu. Það er einn af mörgum kostum vetrarins, hvað allt verður notalegt. Elska það.

Vikumatseðill

Ítalskur lax með fetaostasósu

Mánudagur: Ítalskur lax með fetaostasósu

Innbakað nautahakk

Þriðjudagur: Innbakað nautahakk

Grjónagrautur

Miðvikudagur: Ofnbakaður grjónagrautur

Kasjúhnetukjúklingur

Fimmtudagur: Kasjúhnetukjúklingur

Tacopizzubaka

Föstudagur: Tacopizzubaka

Kúrbítsbrauð með valhnetum og súkkulaði

Með helgarkaffinu: Kúrbítsbrauð með valhnetum og súkkulaði

Vikumatseðill

VikuinnkaupVikuinnkaupVikuinnkaupVikuinnkaupÞar sem það er varla hundi út sigandi í þessu veðri þykir mér kjörið að taka daginn í að gera vikumatseðil og undirbúa vikuna. Vikuinnkaupin breytast alltaf aðeins hjá mér á haustin og sérstaklega núna þegar Malín tekur með sér nesti í skólann. Það er smá áskorun að finna hentugt nesti og við erum að prófa okkur áfram.

Á matseðlinum þessa vikuna veit ég að kjötbollurnar á þriðjudeginum og pylsugratínið á miðvikudeginum eru tilhlökkunarefni hjá krökkunum en hjá mér er það kjúklingasúpan á föstudeginum sem stendur upp úr. Hún er himnesk og ef þið hafið ekki prófað hana þá hvet ég ykkur til þess. Heimagerða Snickersið er síðan hápunktur vikunnar. Hamingjan hjálpi mér hvað það er gott. Það ætti að vera til á hverju heimili. Alltaf.

Fiskréttur með blaðlauk og sveppum

Mánudagur: Fiskréttur með blaðlauk og sveppum

Ofnbakaðar kjötbollur

Þriðjudagur: Ofnbakaðar kjötbollur

Pylsugratín með kartöflumús

Miðvikudagur: Pylsugratín með kartöflumús

Spaghetti alla carbonara

Fimmtudagur: Spaghetti carbonara

Kjúklingasúpa

Föstudagur: Himnesk kjúklingasúpa með ferskjum

Heimagert snickers

Helgardekrið: Heimagert Snickers