Mozzarellapizza

Mér finnst ég alltaf vera að skrifa fimmtudagsfærslur því vikurnar hreinlega þjóta frá mér. Ég er að fara í afmæli annað kvöld og á laugardaginn er planið að fara út að borða. Það er því lítið um matarplön hjá mér fyrir þessa helgi, nema þá fyrir sunnudaginn. Þá langar mig að elda eitthvað gott.

Um síðustu helgi prófaði ég að gera nýja pizzu. Það sem gerir þessa pizzu frábrugna þeim hefðbundnu er að sósan er úr sýrðum rjóma sem er mixaður með kúrbít og rauðlauk. Ég var líka með hefðbundna pepperoni pizzu sem ég bar fram með þessari og það fór jafnt af þeim. Ólíkar en báðar svo góðar!

Mozzarellapizza

  • pizzabotn (hér er uppskrift en það er líka hægt að nota búðarkeypt pizzadeig)
  • 1 lítill rauðlaukur
  • 1 kúrbítur
  • 2 dl sýrður rjómi
  • 200 g mozzarella
  • 3-4 tómatar
  • 1 dl kasjúhnetur
  • salat
  • salt og pipar

Afhýðið laukinn og skerið í sneiðar. Skerið kúrbítinn í sneiðar. Hitið olíu í potti og steikið rauðlaukinn og kúrbítinn þar til farið að mýkjast. Bætið sýrðum rjóma saman við og látið suðuna koma upp. Maukið blönduna slétta með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Smakkið til með salti og pipar.

Skerið mozzarella og tómata í sneiðar. Þurrristið kasjúhneturnar á pönnu.

Fletið deigið út og setjið kúrbítssósuna yfir botninn (geymið sósuna sem verður afgangs í kæli eða notið hana yfir pizzuna eftir að hún kemur úr ofninum). Setjið ost og tómata yfir sósuna. Bakið pizzuna við 230° í um 10 mínútur. Þegar pizzan kemur úr ofninum er salat og hnetur sett yfir hana. Berið fram með balsamik gljáa og/eða því sem eftir var af sósunni.

Ein athugasemd á “Mozzarellapizza

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s