Einfalt fiskgratín með sveppum

Fiskgratín með sveppum

Þó að mig langi allra mest að setja inn uppskriftina að sörunum sem ég baka alltaf fyrir aðventuna eða góðu kókostoppunum sem ég bakaði um helgina þá sé ég hag minn vænstan í því að gefa frekar uppskrift að þessum fiskirétti. Ástæðan er sú að ég er farin að hræðast að lesendur haldi að við borðum fátt annað en smákökur og sætindi þessa dagana og kippist orðið við í hvert skipti sem síminn hringir af hræðslu við að Lýðheilsustöð sé að hringja til að lesa yfir mér.

Svo ég eldaði fisk. Einfalt og mjög gott fiskgratín sem öllum líkaði vel. Mér brá þó heldur í brún þegar ég sá myndirnar sem ég tók því þær voru svo hræðilega ljótar. Sveppirnir líta út eins og nautahakksklessur og nánast ómöglegt að átta sig á að þarna sé fiskgratín á ferð. Þið takið vonandi viljann fyrir verkið og trúið mér þegar ég segi að rétturinn var svo mikið betri en myndirnar gefa til kynna.  Okkur þótti hann stórgóður og ég ætla að elda hann fljótlega aftur.

Fiskgratín með sveppum

Einfalt fiskgratín með sveppum

 • 700 g þorskur eða ýsa
 • 1 tsk + ½ tsk salt
 • 250 g sveppir
 • 2 msk bragðdauf olía
 • 2 hvítlauksrif
 • 2 dl rjómi
 • ½ – 1 msk maizena
 • ½ – 1 grænmetisteningur
 • 1 dl rifinn ostur

Hitið ofninn í 200°. Saltið fiskinn með 1 tsk af salti og leggið hann i eldfast mót. Skerið sveppina í sneiðar og steikið í olíu í um 5 mínútur. Skalið og fínhakkið hvítlaukinn og steikið hann með sveppunum síðustu 2 mínúturnar. Kryddið með ½ tsk af salti og hellið rjóma saman við. Látið sjóða í 2 mínútur og bætið þá maizenasterkju í sósuna. Setjið grænmetiskraft út í og látið sjóða um stund. Hellið sveppasósunni yfir fiskinn, stráið rifnum osti yfir og bakið í miðjum ofni í um 20 mínútur.

9 athugasemdir á “Einfalt fiskgratín með sveppum

 1. sko nú er ég ekki alveg að skilja; 1,5 tsk salt +0,5 tsk+ 1 stks ? og 2dl rjómi + 2 dl rjómi ? sé nefnilega ekki í uppskriftinni að það sé notað nema 2 dl af rjóma og 1 og hálf tesk af salti ? Annnars ferlega ánægð með uppskriftirnar sem ég hef prófað héðan og þær eru nú orðnar nokkrar !

  1. Hahaha er nema von að þú skiljir ekki þetta rugl! Ég er búin að laga uppskriftina og þér ætti að vera óhætt að fylgja henni núna 🙂 Takk fyrir að láta mig vita.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s