Kjúklingasúpan hennar mömmu

Marókósk kjúklingasúpa

Í gær fórum við í 4 tíma hjólatúr sem endaði í mat hjá mömmu. Veðrið var yndislegt og við komum víða við á leið okkar. Stoppuðum meðal annars í ísbúð, á leikvöllum og í Elliðarárdalnum. Mamma tók síðan á móti okkur með æðislegri súpu og ekki síðri eftirrétt. Við ætluðum ekki að getað hætt að borða og ég var ekki lengi að sníkja uppskriftinar til að geta sett hingað inn. Þessa verðið þið að prófa!

Marókósk kjúklingasúpaMarókósk kjúklingasúpaMarókósk kjúklingasúpaMarókósk kjúklingasúpa

Marókósk kjúklingasúpa

Kjúklingasúpan hennar mömmu (fyrir 8)

  • 4 kjúklingabringur, skornar í bita og steiktar
  • 3 paprikur, helst ein í hverjum lit (gul/appelsínugul, rauð og græn)
  • 1 laukur, saxaður
  • 1 púrrulaukur, skorinn í sneiðar
  • 3 pressuð hvítlauksrif
  • 1 msk moroccan krydd frá Nomu (mamma notaði Tikka India Spice frá Santa Maria)
  • 1 líter vatn
  • 4 kjúklingateningar
  • 5 dl matreiðslurjómi
  • 1 askja rjómaostur (400 g)
  • 1 flaska Heinz chilli sósa
  • 2-4 msk sweet chilli sósa

Skerið kjúklingabringurnar í bita og steikið. Leggið til hliðar.

Skerið grænmetið niður og steikið með kryddinu í rúmgóðum potti. Bætið öllu öðru hráefni í pottinn fyrir utan kjúklinginn og látið sjóða við vægan hita í 30 mínútur. Smakkið til. Bætið kjúklingnum í pottinn og látið sjóða í nokkrar mínútur til viðbótar.

Berið súpuna fram með góðu brauði.

7 athugasemdir á “Kjúklingasúpan hennar mömmu

  1. Þessi er algjört æði, ég set alltaf ca. eina matskeið af karrýi í súpuna, bara svona rétt áður en að ég ber hana fram.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s