Hér kemur enn ein uppskriftin úr eldhúsinu hennar mömmu. Við fengum þessar dásamlegu marangekökur í eftirrétt hjá henni þegar hún bauð okkur í þessa kjúklingasúpu. Súpan var æðisleg og marangekökurnar ekki síðri. Mamma klikkar aldrei! Við gátum ekki hætt að dásama þær og ég var ekki lengi að biðja um uppskriftina.
Litlar og lekkerar marangekökur (8 stykki)
Botnar:
- 3 eggjahvítur
- ½ tsk sítrónusafi
- 180 g sykur
Yfir kökurnar:
- 2,5 dl rjómi
- sítrónubörkur af 1 sítrónu
- safi af ½ sítrónu
- ávextir, að vild
Þeytið eggjahvítur með sítrónusafa og bætið sykri smátt og smátt saman við. Þeytið áfram þar til blandan er orðin þykk. Leggið bökunarpappír á plötu og mótið 8 kökur, gjarnan með smá dæld í miðjunni. Bakið við 130° í 30 mínútur.
Þeytið rjóma og bætið sítrónuberki af 1 sítrónu og safa úr ½ sítrónu saman við. Skerið ávexti smátt. Setjið rjómann yfir kökurnar og skreytið með ávöxtum.
2 athugasemdir á “Litlar og lekkerar marangekökur”