Í svona rigningu þykir mér extra notalegt að eyða föstudagskvöldinu heima og í kvöld nýt ég þess að kveikja á kertum, elda mexíkóska kjúklingasúpu, horfa á bíómynd og prófa fótadekrið sem ég hef heyrt svo mikið um.
Á morgun ætla ég hins vegar að gefa ykkur uppskriftina af fallegu litlu marenskökunum hennar mömmu. Þær eru himneskar!
Eigið gott föstudagskvöld ♥
Takk fyrir frábærar uppskriftir,búin að prófa rosa margar og fjölsk mjög ánægð með þær allar 🙂
Haha ótrúlega fyndið er einmitt að prófa þetta akkurat núna 🙂 Á afmæli og maðurinn minn kom með þetta meðal annars heim. En hlakka mikið til að fá uppskriftina á morgun hjá þér af þessm kökum. Ætla hafa þær á sunnudaginn í afmælisboðinu mínu 🙂 Bakaði í dag í tilefni dagsins tvær kökur af síðunni þinni til að bjóða gestum sem kíktu í kaffi (möndlukökuna og súkk.köku með vanillukremi og kókos,ELSKA ÞÆR). Hef eldað margar uppskriftir frá þér og eru held ég allar orðnar fastir liðir í heimilishaldinu á þessum bæ 🙂 Þær sem skara mest frammúr eru t.d Mexíkópæ og Sloppyjoe þær eru næstum gerðar vikulegar 😉 Vill þakka þér kærlega fyrir að halda út þessari síðu, því að hún gerir „úlfatíman“ á þessu heimili spennandi 😉
Kær kveðja Hafdís 🙂
En hvað það gleður mig að heyra síðan sé að nýtast þér. Ég held líka upp á uppskriftirnar sem þú telur upp, ætli við séum ekki bara með sama matarsmekkinn! 🙂 Takk fyrir að segja mér frá 🙂
Fyndið, ég sit hér í Bandaríkjunum í nákvæmlega sama fótadekri! Þetta verður spennandi! 🙂
Þetta er nú ekki í fyrsta sinn sem við erum svona samtaka Dröfn! Við verðum með silkimjúkar fætur þegar við hittumst næst 🙂 Farðu bara að drífa þig heim svo við getum farið að plana eitthvað! Knús yfir hafið…