Krakkarnir eru í vetrarfríi næstu dagana og munu því hafa það notalegt hér heima á meðan ég verð í vinnunni. Þau eru enn sofandi en ég sit hér með kaffibollann minn og skipulegg vikuna. Það er skemmtileg vika framundan með vinkonuhittingi, bíóferð og deitkvöldi með Jakobi. Ég ákvað um áramótin að fá eitt kvöld í mánuði með hverju barni og núna er komið að Jakobi. Hann veit fátt betra en svínarif og við ætlum að prófa rifjakvöld á Mathúsi Garðabæjar. Ég hlakka til! Í síðustu viku var mikið útstáelsi á mér og bloggfærslurnar urðu færri fyrir vikið. Það mun ekki endurtaka sig í þessari viku. Nú verð ég betur skipulögð!
Vikumatseðill
Mánudagur: Þorskur undir krydduðum osta- og rasphjúp
Þriðjudagur: Nautahakkschilli með cheddarskonsum
Miðvikudagur: Salamibaka með fetaosti
Fimmtudagur: Tælenskur kjúklingur með kókos
Föstudagur: Chilihakkpizza
Með helgarkaffinu: Banana- og súkkulaðibaka