Tælenskur kjúklingur með kókos

Tælenskur kjúklingur með kókos

Við Malín ætlum að eyða kvöldinu saman yfir Jane the virgin en ég sagði henni að ég yrði fyrst að fá að blogga örstutt því ég luma á svo æðislegri uppskrift. Þessi réttur getur ekki annað en vakið lukku, sósan er svo brjálæðislega bragðgóð,  bæði bragðmikil og með smá sætu. Þið verðið að prófa!

Tælenskur kjúklingur með kókos

Tælenskur kjúklingur með kókos

 • 3-4 kjúklingabringur
 • 4 dl rjómi
 • ½ dós sýrður rjómi (má sleppa)
 • 1 dl chilisósa
 • ½ – 1 dl ostrusósa
 • 1 rauð paprika
 • 1 gul paprika
 • 1 lítill púrrulaukur
 • lítill brokkólíhaus
 • 2 tsk rifið engifer
 • 1 tsk sambal oelek
 • 2-3 pressuð hvítlauksrif
 • 2 msk sojasósa
 • 1 msk mango chutney
 • 2 msk kókosmjöl
 • salt og pipar

Skerið kjúklingabringurnar í bita, saltið og piprið og steikið upp úr olíu. Takið af pönnunni.

Skerið grænmetið í strimla og snöggsteikið, kryddið með salti og pipar og setjið hvítlaukinn með á pönnuna. Bætið kjúklingnum á pönnuna ásamt öllum öðrum hráefnum fyrir utan kókos, látið hann með undir lokin. Látið sjóða við vægan hita í 20-30 mínútur, eða þar til sósan fer að þykkna. Leyfið réttinum gjarnan að standa í smá stund og hitið hann jafnvel aftur áður en hann er borin fram.

Tælenskur kjúklingur með kókos

 

8 athugasemdir á “Tælenskur kjúklingur með kókos

 1. Rosalega girnilegt 😉
  En hvað er „sambal oelek”? og hvaða tegund af Mango chutney notarðu? 🙂

  1. Sambal oelek er chili paste (það sem ég nota alltaf er frá Santa maria). Mango chutney-ið er bara venjulegt sweet mango chutney (ég var með frá Pataks).

   Sent from my iPhone

   >

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s