Við Malín ætlum að eyða kvöldinu saman yfir Jane the virgin en ég sagði henni að ég yrði fyrst að fá að blogga örstutt því ég luma á svo æðislegri uppskrift. Þessi réttur getur ekki annað en vakið lukku, sósan er svo brjálæðislega bragðgóð, bæði bragðmikil og með smá sætu. Þið verðið að prófa!
Tælenskur kjúklingur með kókos
- 3-4 kjúklingabringur
- 4 dl rjómi
- ½ dós sýrður rjómi (má sleppa)
- 1 dl chilisósa
- ½ – 1 dl ostrusósa
- 1 rauð paprika
- 1 gul paprika
- 1 lítill púrrulaukur
- lítill brokkólíhaus
- 2 tsk rifið engifer
- 1 tsk sambal oelek
- 2-3 pressuð hvítlauksrif
- 2 msk sojasósa
- 1 msk mango chutney
- 2 msk kókosmjöl
- salt og pipar
Skerið kjúklingabringurnar í bita, saltið og piprið og steikið upp úr olíu. Takið af pönnunni.
Skerið grænmetið í strimla og snöggsteikið, kryddið með salti og pipar og setjið hvítlaukinn með á pönnuna. Bætið kjúklingnum á pönnuna ásamt öllum öðrum hráefnum fyrir utan kókos, látið hann með undir lokin. Látið sjóða við vægan hita í 20-30 mínútur, eða þar til sósan fer að þykkna. Leyfið réttinum gjarnan að standa í smá stund og hitið hann jafnvel aftur áður en hann er borin fram.
Hvernig chilisósu notaðir þú? Hljómar rosalega vel, fer bókað á helgarmatseðilinn hér 😜
Bara venjulega chilisósu, ég nota þessa í glerflöskunni frá Hunt’s.
Sent from my iPhone
>
Rosalega girnilegt 😉
En hvað er „sambal oelek”? og hvaða tegund af Mango chutney notarðu? 🙂
Sambal oelek er chili paste (það sem ég nota alltaf er frá Santa maria). Mango chutney-ið er bara venjulegt sweet mango chutney (ég var með frá Pataks).
Sent from my iPhone
>
Algjörlega frábær réttur
Hvað er uppskriftin fyrir marga?