Blómkáls- og eplasúpa

Ég ætlaði að setja uppskriftina af þessari blómkálssúpu inn í gær en hreinlega steingleymdi því! Veit ekki hvernig það gat gerst. Blómkálssúpuna eldaði ég í síðustu viku og hún var bara svo æðislega góð. Þykk og matarmikil, með sætu frá eplunum sem fór svo vel með blómkálinu. Ég átti smá sýrðan rjóma (kannski 2 msk) sem ég bætti í súpuna en það er algjör óþarfi. Súpan er þykk en það er lítið mál að bæta meira vatni í til að þynna hana. Okkur þótti hins vegar svo gott að hafa súpuna þykka og dýfa heitu snittubrauði með smjöri í hana. Namm!

Blómkáls- og eplasúpa (uppskrift fyrir 4)

  • 1 gulur laukur
  • 1/2 blómkálshaus
  • 2 epli (ég var með rauð)
  • smá þurrkað timjan (1/2 – 1 tsk)
  • 2 grænmetisteningar
  • salt og pipar

Afhýðið og hakkið laukinn. Skerið blómkálið og eplin í bita. Steikið lauk, blómkál og epli í rúmgóðum potti og kryddið með timjan. Hellið vatni yfir þannig að það rétt fljóti yfir grænmetið og bætið grænmetisteningum í pottinn. Látið sjóða undir loki þar til grænmetið er orðið mjúkt (tekur 5-10 mínútur). Mixið súpuna slétta með töfrasprota. Smakkið til með salti og pipar.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s