Ofnbökuð eggjakaka með grænmeti

Fyrir nokkrum vikum fékk ég uppskrift hjá vinkonu minni af svo frábæru nesti sem hún hafði gert sér og mér leist svo vel á. Ég er oftast með nesti með mér í vinnunni og finnst því gott að eiga í frystinum til að taka með mér.  Ég hef oft gert linsubaunasúpur og fryst í passlegum skömmtum en þessi eggjakaka er góð tilbreyting frá súpunum.

Þetta er í raun engin nákvæm uppskrift heldur er grænmeti sem þér þykir gott eða átt til steikt á pönnu og kryddað eftir smekk. Grænmetið er síðan sett í eldfast mót, nokkrum eggjum er hrært saman og svo hellt yfir grænmetið. Það er líka t.d. hægt að setja ost yfir eða fetaost í eggjahræruna. Þetta er síðan sett inn í ofn þar til eggjahræran er orðin passlega elduð.

Ég var með sæta kartöflu, papriku, brokkólí, sveppi og rauðlauk í minni eggjaköku og kryddaði grænmetið með ítalskri hvítlauksblöndu frá Pottagöldrum. Þegar eggjakakan kom úr ofninum skar ég hana í sneiðar og frysti. Á morgnanna tók ég svo bara eina sneið með mér sem ég hitaði aðeins í örbylgjuofninum áður en ég borðaði hana í hádeginu. Einfalt, hollt og gott!

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s