Franskar brauðrúllur

Franskar brauðrúllurFranskar brauðrúllurUm síðustu helgi bauð ég strákunum upp á þessar frönsku brauðrúllur þegar þeir voru að dunda sér við að koma garðhúsgögnunum á sinn stað á pallinum. Sólin skein og þeir voru alsælir með að geta borðað úti. Ég setti mynd af brauðrúllunum á Instagram og Malín sem var hjá vinkonu sinni dreif sig heim um leið og hún sá það. Ég held að hún sé ekki enn búin að fyrirgefa okkur að hafa klárað rúllurnar því hún kom að tómum diskum. Kannski að ég skelli í annan skammt um helgina til að friða samviskuna. Það tekur enga stund!

Franskar brauðrúllur

Franskar brauðrúllur

  • 8 sneiðar af fransbrauði
  • Nutella, hnetusmjör og sulta, eða hvaða fylling sem er
  • 2 egg
  • 3 msk mjólk
  • 3/4 dl sykur
  • 1 stútfull tsk kanil
  • smjör til að steikja upp úr
  • Hlynsíróp til að bera fram með (má sleppa)

Skerið skorpuna af brauðsneiðunum og fletjið sneiðarnar síðan út með kökukefli. Setjið um 1-2 tsk af fyllingu um 2 cm frá öðrum enda brauðsins í rönd.  Rúllið brauðinu upp og endurtakið með allar brauðsneiðarnar.Franskar brauðrúllurFranskar brauðrúllur

Hrærið saman egg og mjólk í grunnri skál og leggið til hliðar.

Blandið sykri og kanil saman í annari skál og leggið til hliðar.

Hitið pönnu við miðlungshita og bræðið um 1 msk af smjöri á henni. Veltið brauðrúllunum upp úr eggjablöndunni og setjið þær síðan á pönnuna með samskeitin niður. Steikið á öllum hliðum og bætið smjöri á pönnuna eftir þörfum. Takið brauðrúllurnar af pönnunni og veltið þeim strax upp úr kanilsykrinum. Berið fram heitt eins og það er eða með hlynsírópi.

Ein athugasemd á “Franskar brauðrúllur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s