Blómkálssúpa með sveppaosti og sweet chili

Eins og lofað var kemur hér fyrsta græna þriðjudagsfærsla mánaðarins, dásamleg blómkálssúpa. Uppskriftina fékk ég hjá vinnufélaga sem hafði tekið súpuna með sér í nesti og áður en hún vissi af var ég komin með skeið ofan í diskinn hennar til að smakka. Súpan leit bara svo vel út að ég réði ekki við mig! Eflaust til að fyrirbyggja að atvikið endurtæki sig sendi hún mér uppskriftina og ég bauð upp á hana í kvöldmat hér heima í kjölfarið. Súpan er æðisleg og passar vel að bera hana fram með góðu brauði, t.d. New York times brauðinu góða eða Gló brauðinu sívinsæla. Þeir sem vilja ekki blómkálsbita í súpunni mauka hana bara með töfrasprota.

Blómkálssúpa með sveppaosti og sweet chili (uppskrift fyrir 4)

  • 7 ½ dl vatn
  • 1 grænmetisteningur
  • 1/3 – ½ dós sveppasmurostur
  • 400 – 500 g blómkál
  • 1 msk sweet chili sósa
  • nokkrir dropar hunang
  • ½ – 1 tsk balsamik edik
  • salt og pipar

Hitið saman vatn og grænmetistening í rúmgóðum potti. Skolið blómkálið og brytjið það niður. Hrærið smurostinum saman við soðið. Bætið blómkálinu út í og sjóðið þar til það er orðið meyrt. Bætið sweet chili sósu , hunangi og balsamik ediki út í og hrærið. Smakkið til með salti og pipar.

4 athugasemdir á “Blómkálssúpa með sveppaosti og sweet chili

  1. Sael og takk fyrir thetta fina blogg!

    Er thetta tailensk sweet chili eda Heinz sweet chili sosa?
    Kv,
    Elisabet

Færðu inn athugasemd