Gló-brauðið sívinsæla

Gló-brauðið sívinsæla

Ég ætla að koma með enn eina morgunmats-/nestishugmyndina en þetta er þó örugglega sú síðasta í bili. Mér þykir þetta brauð bara svo æðislega gott og nánast ómissandi með grænmetisréttinum. Það er líka frábært sem morgunmatur, bæði óristað og ristað. Þegar brauðið er nýkomið úr ofninum læt ég það kólna, sker það síðan í sneiðar og frysti. Það er nefnilega svo gott að geta gripið brauðsneiðar með í vinnuna á morgnana, til að eiga með hádegismatnum eða sem millimál.

Gló-brauðið sívinsæla

Það vildi mér til happs að ég neyddist til að fara yfir hluta af uppskriftasafninu mínu í jólafríinu. Ástæðan var sú að ég álpaðist til að kaupa mér hillu undir uppskriftabækurnar en áður voru þær að hluta til geymdar í lokuðum skáp sem var stútfullur af óskipulögðum blöðum og bókum, allt í einum hrærigraut. Það var ótrúlegt hvað leyndist mikið í skápnum og meðal annars fann ég úrklippu úr dagblaði sem hafði að geyma þessa dásamlegu brauðuppskrift frá veitingastaðnum Gló. Þessi hillukaup urðu því til þess að ég bæði fann helling af spennandi uppskriftum til að prófa (eins og þessa brauðuppskrift) og kom loksins skipulagi á uppskriftabækurnar, blöðin og úrklippurnar. Nú er bara að sjá hvað ég næ að halda því lengi…

Gló-brauðið sívinsælaGló-brauðið sívinsælaGló-brauðið sívinsælaGló-brauðið sívinsæla

Gló-brauðið sívinsæla

 • 2½ dl gróft spelt
 • 2½ dl fínt spelt
 • 1 dl sesamfræ
 • 1 dl sólblómafræ
 • 1 dl kókosmjöl
 • 1 dl saxaðar hnetur
 • 1 msk vínsteinslyftiduft
 • ½ tsk salt
 • 2-3 msk hunang
 • 2-2½ dl sjóðandi vatn
 • 1 msk sítrónusafi

Hitið ofninn í 180°. Blandið þurrefnunum saman í skál + hunang, hellið vatni o gsítrónusafa út í og hrærið þessu saman. Skiptið í tvennt, setjið í tvö meðalstór smurð form eða eitt í stærra lagi. Bakið við 180°í um 30 mín, takið brauðið úr forminu og haldið áfram að baka í 10 mínútur.

14 athugasemdir á “Gló-brauðið sívinsæla

 1. Varðandi skipulagið, þá langar mig ótrúlega að vita hvað þú gerðir við allar úrklippurnar? Ég er með haug sem ég veit ekki hvort ég eigi að flokka og geyma á einhvern hátt eða hreinlega skrifa þær inn í bók sem er ótrúlega tímafrekt 🙂

   1. Ég mæli einfaldlega með að þú bloggir! Þá færðu strax skipulag á uppskriftirnar og meira að segja myndir með þeim 🙂 Annars er ég með úrklippur af uppskriftum sem ég ætla að prófa í sér boxi og nota pinterest til að halda utan um uppskriftir sem ég finn á netinu. Þegar ég hef síðan prófað uppskriftina fer hún annað hvort hingað inn eða í ruslið. Áður en ég byrjaði að blogga var ég með uppskriftirnar mínar í mjúkum möppum með plastvösum. Átti þær í mismunandi litum og flokkaði í þær eftir litunum. Vona að þetta gefi þér einhverjar hugmyndir 🙂

  1. Var það bakað nógu lengi? Ég hef aldrei lent í því að þetta brauð klikki og dettur helst í hug að það hafi þurft meiri tíma í ofninum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s