Grænmetisréttur með kínóa og sætum kartöflum

Grænmetisréttur með kínoa og sætum kartöflum

Þar sem ég er enn í hálfgerðri vímu eftir veisluhöld desembermánuðar ákvað ég um daginn að elda mér pott af grænmetisrétti til að eiga í nesti og að hafa með í vinnuna. Ég furða mig á því hvað ég elda súpur og grænmetisrétti sjaldan til að eiga í nesti. Það er jú svo gott að vera með nesti og þurfa ekki að fara út í hádeginu að kaupa eitthvað sem manni langar ekkert sérstaklega í.

Grænmetisréttur með kínoa og sætum kartöflum

Þessi réttur er í senn hollur og góður. Hann er líka léttur í maga og því frábær hádegisverður. Ég bakaði gróft speltbrauð í leiðinni sem ég skar í sneiðar og frysti. Grænmetisrétturinn fór í 6 nestisbox sem fóru öll í frysti. Á morgnana kippi ég bara einu boxi og brauðsneið með mér og ég slepp við að fara út í hádeginu í matarleiðangur. Ljómandi gott!

Grænmetisréttur með kínoa og sætum kartöflum

Grænmetisréttur með kínóa og sætum kartöflum (5-6 skammtar)

  • 3 litlar sætar kartöflur
  • 1 rauðlaukur
  • 4 hvítlauksrif
  • 2 tsk mexíkóskt chillíkrydd
  • 1/2 tsk paprikukrydd
  • 1/2 tsk cummin
  • 1/2 tsk maldon salt
  • 3 1/2 bolli vatn
  • 1 grænmetisteningur
  • 1 dós (400 g) svartar baunir (skolaðar)
  • 1 dós (400 g) hakkaðir tómatar í dós (ég notaði Hunt´s diced tomatos for chili)
  • 1/2 bolli kínóa
  • safi úr lime

Afhýðið og skerið sætu kartöflurnar í litla bita og hakkið rauðlaukinn. Hitið 1 msk af olíu í rúmgóðum potti og steikið kartöflur og rauðlauk við meðalháan hita í um 5 mínútur. Bætið öllum öðrum hráefnum, fyrir utan limesafa, í pottinn og látið sjóða við vægan hita í 25 mínútur. Hrærið annað slagið í pottinum á meðan. Setjið í skálar og kreistið limesafa yfir. Berið fram með góðu brauði.

 

5 athugasemdir á “Grænmetisréttur með kínóa og sætum kartöflum

  1. Grænmetisréttur með kínóa og sætum kartöflum. Ljúffengur réttur. Mun hafa hann oft.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s