Við Malín erum bara tvær heima í kvöld og höfum ákveðið að eyða kvöldinu í sjónvarpssófanum með take-away, nammi og Jane the virgin á netflixinu. Á meðan Malín sækir matinn nýti ég tímann og set vikumatseðilinn hingað inn. Ég fór fyrr í dag og verslaði inn fyrir vikuna. Mér þykir alltaf jafn góð tilfinning að hefja vinnuvikuna með fullan ísskáp og þurfa ekki að huga að því hvað eigi að vera í matinn. Lúxus í hversdagsleikanum!
Vikumatseðill
Mánudagur: Pönnusteiktur þorskur með sætum kartöflubátum og basilikumajónesi
Þriðjudagur: Spaghetti bolognese
Miðvikudagur: Rjómalöguð kjúklingasúpa
Fimmtudagur: Þunnbrauðsvefja með pulsum og kartöflumús
Föstudagur: Mexíkóskt kjúklingalasagna
Með helgarkaffinu: Súkkulaði- og bananakaka