Kaldur hafragrautur – frábær morgunmatur!

Kaldur hafragrautur - frábær morgunmatur!

Ég hef komist að því að ég er rútínumanneskja fram í fingurgóma þegar kemur að morgunmat og það finnst varla flippuð taug í mér í þeim efnum. Undanfarna mánuði hef ég byrjað dagana á grænum safa og heimagerðu fræhrökkbrauði með avokadó. Sami morgunmatur alla virka daga. Um helgar hef ég hins vegar gert mér dagamun með eggjahræru og hrökkbrauði. Það geri ég þó allar helgar. Þið sjáið að það er lítið flipp í þessu. Mér þykir grænn safi og hrökkbrauð bara vera svo æðislegur morgunverður og góð byrjun á deginum og um helgar er svo notalegt að setjast niður með blaðið og eggjahræruhrökkbrauð.

Kaldur hafragrautur - frábær morgunmatur!

Núna ákvað ég hins vegar að breyta til (kannski því það var að koma nýtt ár, hver veit hvaðan þessi brjálæðislega flippaða hugdetta kom). Ég ákvað að skipta græna safanum út fyrir kalda hafragrautinn frá Sollu, þó í útfærslu Köru vinkonu minnar sem er snillingur í öllu og þessi hafragrautsútfærsla hennar en algjör snilld. Ég gerði grautinn oft hér áður fyrr því strákarnir mínir eru svo ánægðir með hann. Þeir taka hann með sér í nesti í skólann og fá sér hann fyrir æfingar. Ég vil því gjarnan eiga hann í ísskápnum. Það er súper fljótlegt og einfalt að gera grautinn og hann geymist í 5 daga í ísskáp. Það er því upplagt að útbúa hann á sunnudagskvöldum og eiga í morgunmat/nesti/millimál fram í vikuna.

Hafragrautur (uppskriftin gefur um 5 skammta)

  • 2 dl tröllahafrar
  • 1 epli, kjarnhreinsað og skorið í bita
  • ½ dl graskersfræ
  • 1 tsk kanil
  • ½ dl hakkaðar möndlur
  • 2 ½ dl vatn
  • smá salt

Blandið öllu saman í skál, setjið lok yfir og látið standa í ísskáp yfir nótt. Geymist í 5 daga í loftþéttu íláti inni í ísskáp.

Kaldur hafragrautur - frábær morgunmatur!Kaldur hafragrautur - frábær morgunmatur!Kaldur hafragrautur - frábær morgunmatur!

4 athugasemdir á “Kaldur hafragrautur – frábær morgunmatur!

  1. Búin að prófa þetta og er mjög gott og strákunum mínum 3 fannst þetta fínt svo mun nota þetta oft sem millimál fyrir okkur og örugglega líka í nestið 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s