Vikumatseðill

Þar sem það er aftur frídagur á morgunn má segja að þessi sunnudagur sé hálfgerður laugardagur. Ég er svo ánægð með að fá þrjá frídaga í röð núna og hef notið þess að sofa út síðustu tvo morgna. Ekki nóg með það heldur gerðist það seinni partinn í gær, eftir Ikea ferð og stórinnkaup í matvörubúðinni, að ég lagði mig í sófann og steinsofnaði í tæpa tvo tíma. Hversu notalegt!

Ég fékk um daginn fyrirspurn frá lesanda um hvort ég gæti gefið hugmyndir af grænmetisréttum og ákvað í kjölfarið að vera með græna þriðjudaga hér á blogginu í maí. Það munu því koma nýjar grænmetisuppskriftir hingað inn næstu fimm þriðjudaga. Sjálf hef ég reynt að vera með einn kjötlausann dag í viku en einhverra hluta vegna hafa þessar uppskriftir ekki skilað sér nógu vel hingað inn. Ef það eru fleiri óskir um það þið viljið sjá meira af hér á blogginu þá tek ég fagnandi á móti þeim. Það er bara gaman að fá slíkar ábendingar!

Vikumatseðill

Mánudagur: Ítalskur lax með fetaosti

Þriðjudagur: Brokkólí- og sveppabaka

Miðvikudagur: Kálbúðingur

Fimmtudagur: Rjómalöguð kjúklingasúpa

Föstudagur: Tortellini í brúnuðu salvíusmjöri

Með helgarkaffinu: Silvíukaka

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s