Gulrótar- og tómatsúpa með kókosmjólk

Gulrótar, tómata og kókossúpa Ég hef oft lýst hér dálæti mínu á súpum og er yfirleitt með súpu í kvöldmatinn einu sinni í viku. Það hefur hins vegar ekki komið fram að ég borða oftar en ekki súpu í hádeginu og með það í huga að spara mér hádegissúpukaupin ákvað ég að taka mig til og elda súpu til að eiga í nestisboxum í frystinum. Gulrótar, tómata og kókossúpa

Fyrir valinu varð þessi gulrótar- og tómatsúpa sem ég fann á dásamlegri síðu, Green Kitchen Stories. Súpan er einföld, ódýr og góð. Enginn veislumatur en stórgóður hversdagsmatur. Ég var með hana í kvöldmat og gerði síðan annann skammt sem ég skipti niður í nestisbox og frysti. Það er skemmst frá því að segja að súpan komst aldrei með mér í vinnuna, eins og upphaflega stóð til, heldur nutu vinkonur og heimilismenn notið góðs af henni með mér hér heima við. Stundum getur verið mikill fjársjóður að eiga heimalagaðan tilbúinn mat í frystinum, og kannski sérstaklega í einstaklingsskömmtum, sem tekur ekki nema nokkrar mínútur að koma á borðið þegar vinkonur líta óvænt við í hádeginu eða krakkarnir koma svangir heim.

Gulrótar- og tómatsúpa með kókosmjólk (fyrir 4-6)

  • 1 msk kókosolía eða ólívuolía
  • 1 laukur, hakkaður
  • 2 hvítlauksrif, hökkuð
  • 1 tsk túrmerik
  • 10 gulrætur, skolaðar og sneiddar
  • 1 dós (400 g) plómutómatar eða um 5 hakkaðir ferskir tómatar
  • vatn, nóg til að fljóti yfir
  • sjávarsalt og svartur pipar
  • 1 dós (400 g) kókosmjólk

Hitið olíu í potti. Bætið lauki, hvítlauki og túrmerik í pottinn og steikið við vægan hita þar til mjúkt. Bætið gulrótum og tómötum í pottinn og eldið í um mínútu, hrærið í pottinum á meðan. Hellið vatni yfir þannig að rétt fljóti yfir og kryddið með sjávarsalti og pipar. Látið sjóða við vægan hita í 15-20 mínútur eða þar til gulræturnar eru orðnar mjúkar. Maukið súpuna með töfrasprota eða í matvinnsluvél, bætið síðan kókosmjólk saman við og smakkið til. Ef súpan er bragðdauf getur verið gott að setja smá grænmetis- eða kjúklingakraft í hana.

4 athugasemdir á “Gulrótar- og tómatsúpa með kókosmjólk

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s