Það voru blandaðar tilfinningar yfir að vakna við hvíta jörð í morgun. Gleði yfir að það styttist í skíðatímabilið og jólin en minni gleði yfir að það styttist í að skafa bílinn á morgnanna og þyngri morgunumferð en hefur verið. Ég ætla þó ekki að hugsa um það núna heldur njóta dagsins, fara í góða göngu í fyrsta snjónum þennan veturinn og fá mér heitt súkkulaði með miklum rjóma (það hlýtur að tilheyra svona dögum!). Dagurinn er svo fallegur að það væri synd að nýta hann ekki í útiveru. En fyrst, vikumatseðill!
Vikumatseðill
Mánudagur: Ofnbakaður fiskur í paprikusósu
Þriðjudagur: Ofnbökuð eggjakaka með nautahakki
Miðvikudagur: Gulrótar- og tómatsúpa með kókosmjólk
Fimmtudagur: Marineraður kjúklingur í rjómasósu
Föstudagur: Mexíkóskt kjúklingalasagna
Með helgarkaffinu: Hnetusmjörs- og súkkulaðivöfflur með bananarjóma