Ofnbökuð ostapylsa

Ofnbökuð ostapylsa

Það er nú fátt svo slæmt að því fylgi ekki eitthvað gott og þó að ég hefði glöð viljað sleppa við snjóinn sem kom aðfaranótt sunnudags þá gleðst ég yfir hvað hann bar með sér gott skíðafæri. Eftir vinnu í gær brunuðum við upp í fjall og skíðuðum þar fram á kvöld í blíðskapaveðri. Þvílík sæla!

Ofnbökuð ostapylsaOfnbökuð ostapylsa

Þar sem við komum seint heim var ákveðið að hafa fljótlegan kvöldverð og urðu pulsur fyrir valinu. Ég má til með að benda ykkur á þessa eldunaraðferð sem lyftir pulsunum upp á hærra plan. Pulsubrauðið er smurt að utan með smjöri og svo lagt opið með smjörhliðina niður á ofnplötu. Vel af rifnum osti er stráð yfir pulsubrauðið. Pulsan er skorin eftir henni endilangri þannig að hún rétt hangi saman og er lögð opin með sárið niður á sömu ofnplötu og pulsubrauðið var sett á. Eftir skamma stund er pulsunni snúið við og síðan að lokum er hún sett í brauðið ásamt meiri osti. Svakalega gott!

Ofnbökuð ostapylsa

Ofnbökuð ostapylsa

  • pulsur
  • pulsubrauð
  • mjúkt smjör
  • pizzaostur
  • cheddarostur

Kveikið á grillinu á ofninum. Smyrjið pulsubrauðin með mjúku smjöri að utan og leggið þau opin á ofnplötu með smjörhliðina niður. Stráið rifnum cheddar og pizzaosti yfir þau (mér þykir gott að hafa mikinn ost, set um 1 dl á hvert brauð). Skerið pulsurnar eftir þeim endilöngum þannig að þær haldast saman en geta legið flatar á ofnplötunni. Setjið þær á ofnplötuna með pulsubrauðunum með flötu hliðina niður. Setjið í ofnin í um 2 mínútur, snúði þá pulsunum við og látið grillast í 1 mínútu til viðbótar. Setjið pulsuna þá á aðra hliðina á pulsubrauðinu, stráið um 3 msk af rifnum osti yfir, lokið pulsubrauðinu og grillið áfram þar til osturinn hefur bráðnað. Berið fram með tómatsósu og sinnepi.

Ofnbökuð ostapylsaOfnbökuð ostapylsaOfnbökuð ostapylsa

2 athugasemdir á “Ofnbökuð ostapylsa

  1. Maðurinn minn gerði þessar pulsur um daginn og vöktu þær mikla lukku.
    Okkur finnst svo æðislegt að þú setur líka inn svona einfalda rétti sem eru svo ótrúlega góðir 😊

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s