Vikumatseðill

Vikumatseðill

Á morgun er bolludagur og eflaust margir sem taka forskot á daginn og baka bollur til að eiga með kaffinu í dag. Ég setti inn uppskrift af vatnsdeigsbollum fyrr í vikunni og fékk svo margar æðislegar tillögur af fyllingum á Facebook í kjölfarið að ég má til með að benda ykkur á að kíkja þangað.  Ég hef ekki getað hætt að hugsa um kókosbollu- og jarðaberjafyllinguna eða að fylla bolluna með Baileys frómas og rjóma og setja síðan karmellusósu ofan á… það hlýtur að vera himneskt. Að setja marsípan og rjóma á milli verð ég líka að prófa sem og Royal karamellubúðing sem ég veit að á eftir að slá í gegn hjá strákunum mínum. Það var svo mikið af góðum hugmyndum sem komu fram þarna að ég verð eflaust borðandi bollur fram yfir páska því mig langar að smakka þær flestar. Ég mæli með að kíkja á þetta!

Vikumatseðill

Ofnbakaðar kjötbollur

Mánudagur: Ofnbakaðar kjötbollur

Fiskur með eggjasósu og beikoni

Þriðjudagur: Fiskur með beikoni og eggjasósu

Ofnbökuð svínalund með rótargrænmeti - allt í einni skúffu!

Miðvikudagur: Ofnbökuð svínalund með rótargrænmeti

Tælensk núðlusúpa með kjúklingi og sætum kartöflum

Fimmtudagur: Tælensk núðlusúpa með kjúklingi og sætum kartöflum

Tortellini í brúnuðu salvíusmjöri

Föstudagur: Tortellini í brúnuðu salvíusmjöri

Snickersbitar

Með helgarkaffinu: Snickersbitar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s