Vatnsdeigsbollur sem klikka aldrei!

Vatnsdeigsbollur sem klikka aldrei!

Þegar ég var 14 ára byrjaði ég að sanka að mér uppskriftum sem ég skrifaði niður í stílabók. Ég var þá lítið fyrir eldamennsku en bakstur átti hug minn allan og uppskriftasafnið var eftir því. Ég á ennþá stílabókina sem ég skrifaði uppskriftirnar mínar í en í henni má einnig finna mikilvægar upplýsingar á borð við heimilisföng aðdáðendaklúbba Jason Donovan og Roxett sem og teikningar af mismunandi uppröðun húsgagna í herberginu mínu.

Vatnsdeigsbollur sem klikka aldrei!Vatnsdeigsbollur sem klikka aldrei!

Það er langt síðan ég notaði bókina síðast en það er aðallega ein uppskrift sem ég nota í hvert einasta skipti þegar ég baka bollur, nefnilega vatnsdeigsbolluuppskrift sem ég komst yfir á þessum tíma. Sú uppskrift hefur aldrei nokkurn tímann klikkað, ekki einu sinni þegar ég var 14 ára og að stíga mín fyrstu skref í eldhúsinu.

Vatnsdeigsbollur sem klikka aldrei!

Í upprunalegu uppskriftinni eru bökunarleiðbeiningarnar svo flóknar að það nær engri átt. Í dag baka ég bollurnar bara í 180° heitum ofni í 18-20 mínútur og þær hafa aldrei klikkað. Ég hef meira að segja brotið allar reglur, eins og að opna ofninn áður en bollurnar eru tilbúnar, en það hefur þó ekki komið að sök. Það virðist ekki hægt að klúðra þessu, þó vel sé reynt!

Vatnsdeigsbollur sem klikka aldrei!

Bollurnar má auðvitað fylla með hverju því sem hugurinn girnist en sjálf er ég hrifnust af hefðbundum bollum með sultu, rjóma og súkkulaðiglassúr. Ég geri bollurnar frekar litlar en ef þið viljið hafa þær stærri þá passið þið að lengja bökunartímann um nokkrar mínútur. Ég hef aldrei fryst þær en sé að ég hef skrifað að svo megi gera. Það er því upplagt að nýta einhvern daginn í vikunni til að undirbúa bolludaginn sem er strax í byrjun næstu viku.

Vatnsdeigsbollur sem klikka aldrei!

Vatnsdeigsbollur  (18-20 litlar bollur)

 • 2,5 dl vatn
 • 125 g smjör
 • 125 g hveiti
 • 4 egg

Setjið vatn og smjör í pott og látið suðuna koma upp. Takið pottinn af hitanum og hrærið hveitinu saman við þar til massinn losnar frá pottinum. Kælið blönduna örlítið. Bætið eggjunum út í, einu í einu, og hrærið vel á milli. Notið tvær teskeiðar eða setjið deigið í sprautupoka og sprautið bollur á smjörpappírsklædda plötu. Bakið við 180° á blæstri í 18-20 mínútur.  Ef bollurnar eru hafðar stærri er bökunartíminn lengdur.

Vatnsdeigsbollur sem klikka aldrei!

Glassúr

 • 100 g suðusúkkulaði
 • 2 msk sýróp
 • 2 msk rjómi

Bræðið allt saman í potti. Látið kólna aðeins og setjið yfir bollurnar.

13 athugasemdir á “Vatnsdeigsbollur sem klikka aldrei!

 1. Algjörlega geggjaðar bollur og súper einfaldar.
  Prófðuðum nokkrar af fyllingunum sem komu á FB og allir eru saddir og sælir 😋
  Það verða svo borðaðar fleiri a morgunn 😊

 2. Notaði þessa… hef aldrei bakað vatnsdeigsbollur og þetta gekk eins og í sögu, er reyndar ekki með blástur svo ég hækkaði hitan í 200 og hafði í 23 mín

 3. Góðan dag. Mér tókst að klúðra þessari uppskrift, þrátt fyrir að fara nákvæmlega eftir leiðbeiningunum. Á deigið virkilega að vera svona þunnt? Á ég að profa að bæta við smá hveiti? Er að fá gesti í bollukaffi rétt a eftir og frekar desperate!

  1. Þegar ég set eggin í, eitt í einu, þá hræri ég lengi. Þegar öll eggin eru komin í skálina þá hræri ég hressilega í nokkrar mínútur og þá verður deigið þykkara.

 4. Þær urðu frábærar! Fyrst héldum við að þær, ja, myndu klúðrast! En þær urðu ÆÐI GÆÐI!!!

 5. Þetta er uppskrift sem ég hef notað í yfir fimmtíu ár og er mjög góð. Einn galli er þó á gjöf Njarðar, í dag eru egg orðin mun stærri en var áður og hef ég notað 3 og 1/2 egg í uppskriftina sem er feiki nóg annars verður deigið of lint og bollurnar verða of linar og ekki eins góðar. (Slæg eitt eggið með gafli og set helminginn í deigið)hef notað 3 egg vigti þau samt. yfir 200 gr.

 6. Fyrsta tilraun mín í að baka vatnsdeigsbollur og þær heppnuðust fullkomlega. Takk fyrir frábæra uppskrift!

 7. Þá er spurningin, hvernig klikkuðu þessar hjá mér?

  Þegar þú segir 4 egg, meinarðu þá miðlugsstór? Mín voru svo risastór að ég notaði bara 3 (degið virkaði fullkomið að þykkt). Og svo í ofninum voru þær orðnar smá brúnar eftir svona 13-14 min en svo enn hráar í miðju eftir 20 min.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s