Kjúklingatacos undir ostabræðingi

 

Kjúklingatacos undir ostabræðingi

Ég var búin að lofa að sýna nýja ljósið sem prýðir orðið eldhúsið mitt. Sarfatti frá Flos hefur lengi staðið á óskalistanum mínum og hangir nú loksins yfir borðstofuborðinu. Mér þykir það svo fallegt að það nær engri átt.

Kjúklingatacos undir ostabræðingi

Um síðustu helgi eldaði ég kjúklingatacos sem sló í gegn hér heima. Tacokryddaður kjúklingur, paprikur og rauðlaukur undir blöndu af rjómaosti, sýrðum rjóma og cheddarosti. Þið heyrið bara hvað þetta er gott! Það er hægt að bera réttinn fram með í stökkum tacoskeljum, mjúkum tortilla eða bara með salati og nachos. Við settum blönduna í mjúkar tortillur ásamt fínskornu iceberg, salsa sósu, sýrðum rjóma og toppuðum með muldu svörtu Doritos. Súpergott!!

Kjúklingatacos undir ostabræðingi

Kjúklingatacos undir ostabræðingi

  • 900 g kjúklingabringur
  • 2 pokar tacokrydd
  • gul, rauð og græn paprika (1 í hverjum lit)
  • stór rauðlaukur (eða tveir litlir)
  • 200 g rjómaostur
  • 1 dl sýrður rjómi
  • 2 dl rifinn cheddarostur + smá til að setja yfir
  • jalapenos
  • nachos

Hitið ofninn í 225°. Skerið kjúklingabringurnar í strimla, fínhakkið paprikurnar og skerið laukinn í báta. Steikið kjúklinginn og kryddið með tacokryddinu. Bætið paprikum og rauðlauk á pönnuna og steikið í 1 mínútu. Setjið blönduna yfir í eldfast mót. Hrærið saman rjómaosti, sýrðum rjóma og rifnum cheddar osti. Dreifið úr ostablöndunni yfir kjúklingablönduna. Stráið smá cheddar osti yfir ásamt fínhökkuðu jalapeno. Setjið í ofninn í um 15 mínútur, eða þar til osturinn er bráðnaður. Takið út og skreytið með nachos.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s