Ofnbökuð svínalund með rótargrænmeti – allt í einni skúffu!

Ofnbökuð svínalund með rótargrænmeti - allt í einni skúffu!

Ég hef undanfarna daga verið löt í eldhúsinu. Hef lítið nennt að hafa fyrir kvöldmatnum og viljað hafa hann eins einfaldan og hægt er. Það geta komið svona dagar, en núna finn ég hins vegar að þetta tímabil er yfirstaðið og núna vantar mig fleiri máltíðir í daginn til að komast yfir að elda allt sem mig langar að prófa.

Ofnbökuð svínalund með rótargrænmeti - allt í einni skúffu!

Í letikastinu eldaði ég þennan ofureinfalda rétt þar sem allt fór í einni ofnskúffu inn í ofn. Það er eitthvað við svona rétti þar sem allt fer í eina skúffu og verður tilbúið á sama tíma. Kjötið verður svo mjúkt og rótargrænmetið fær gott bragð af kjötmarineringunni. Meðlætið þarf ekki að vera flókið. Ég var meira að segja svo löt að ég opnaði bara kalda hvítlaukssósu og hrópaði gjörið svo vel! Ekkert frekara meðlæti þurfti en vissulega væri smart að bera salat fram með réttinum og góða heita sósu. Eða tzatziki og grískt salat. En á letidögum þarf ekkert slíkt og hér voru allir kampakátir með einfaldleikann.

Ofnbökuð svínalund með rótargrænmeti – allt í einni skúffu!

  • 1 svínalund
  • 1/2 dl ólivuolía
  • 2 msk sítrónusafi
  • 1 hvítlauksrif
  • 1 tsk timjan
  • maldonsalt
  • svartur pipar úr kvörn
  • rótargrænmeti (ég var með kartöflur og sætar kartöflur)

Marinerið svínalundina í ólivuolíu, sítrónusafa, pressuðum hvítlauk, timjan, salti og pipar. Látið liggja í 20 mínútur eða á meðan rótargrænmetið er undirbúið og ofninn hitaður. Hitið ofninn í 200°. Skerið rótargrænmetið í báta/bita og setjið í ofnskúfu, veltið því upp úr ólívuolíu og kryddið eftir smekk (ég notaði maldon salt, pipar og timjan). Setjið inn í ofn í 15 mínútur. Á meðan er svínalundin brúnuð á pönnu við háan hita, á öllum hliðum. Bætið svínalundinni í ofnskúffuna og hellið því sem eftir var af marineringunni yfir og bakið áfram í 20 mínútur. Leyfið kjötinu að standa aðeins áður en það er skorið í sneiðar.

Ofnbökuð svínalund með rótargrænmeti - allt í einni skúffu!

 

2 athugasemdir á “Ofnbökuð svínalund með rótargrænmeti – allt í einni skúffu!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s