Fullkomnar súkkulaðimöffins með súkkulaðibitum

Fullkomnar súkkulaðimöffins með súkkulaðibitum

Í vikunni bakaði ég möffins til að eiga með kaffinu. Ég veit ekki hvernig mér datt í hug að þær myndu jafnvel fá að liggja óhreyfðar fram að helginni en það fór auðvitað eins og það fór, og alls ekki eins og ég hafði hugsað mér. Ég hætti ekki að furða mig á því hvað unglinsstrákar geta borðað mikið! Möffinsin kláruðust samdægurs, að sjálfsögðu. Fyrst borðuðum við þau nýkomnin úr ofninum og þá voru súkkulaðibitarnir bráðnaðir í heitum möffinsunum, klikkaðslega gott. Síðan um kvöldið voru súkkulaðibitarnir harðnaðir í þeim og gáfu stökkt kröns í mjúkt möffinsið, líka alveg brjálæðislega gott.

Fullkomnar súkkulaðimöffins með súkkulaðibitum

Næst mun ég sýna fyrirhyggju og taka hluta af þeim frá. Það má t.d. frysta möffinsin. Það getur verið gott að eiga þau  í frystinum þegar gesti ber að garði eða möffinslönguninn grípur mann. Þá er bara að hita eitt í örbylgjuofninum í 30-45 sek og það er eins og þú hafir verið að taka það úr ofninum.

Fullkomnar súkkulaðibitamöffins með súkkulaðibitum (uppskriftin gefur 12 ágætlega stór möffins)

  • 2/3 bolli kakó
  • 1 3/4 bolli hveiti
  • 1 1/4 bolli púðursykur
  • 1 tsk matarsódi
  • 3/4 tsk salt
  • 1 tsk instant kaffi
  • 1 1/2 bolli grófhakkað suðusúkkulaði
  • 2 stór egg
  • 3/4 bolli mjólk
  • 2 tsk hvítvíns edik
  • 2 tsk vanilludropar
  • 1/2 bolli smjör, brætt

Hitið ofninn í 175° og takið fram möffinsform. Ég set formin í möffinsmót, þá halda þau löguninni betur. Þessu má þó sleppa.

Hrærið þurrefnum saman (hveiti, sykri, matarsóda, salti og kaffi).

Fullkomnar súkkulaðimöffins með súkkulaðibitum

Grófhakkið súkkulaðið.

Fullkomnar súkkulaðimöffins með súkkulaðibitum

Hrærið súkkulaðibitum saman við þurrefnin og leggið til hliðar.

Fullkomnar súkkulaðimöffins með súkkulaðibitum

Hrærið eggjum, mjólk, ediki og vanilludropum saman.

Fullkomnar súkkulaðimöffins með súkkulaðibitum

Bræðið smjörið.Hrærið eggjablöndunni saman við þurrefnin og hrærið síðan bræddu smjörinu saman við þar til allt hefur blandast vel. Notið skeið og setjið deigið í möffinsformin, fyllið þau að 3/4.

Fullkomnar súkkulaðimöffins með súkkulaðibitum

Bakið í 20-15 mínútur, eða þar til prjóni stungið í möffinsin kemur hreinn upp.

Fullkomnar súkkulaðimöffins með súkkulaðibitum

5 athugasemdir á “Fullkomnar súkkulaðimöffins með súkkulaðibitum

  1. hæ hæ Olla heiti ég og nota bloggið þitt mjög mikið held að ég hljóti að vera aðdáandi númer eitt. Uppskriftirnar þína eru svo“ fjölskyldunotendavænar“ og lukkast bara alltaf Nánast undantekningalaust afbragðs góðar. Ætlaði að vera búin að þakka fyrir, fyrir langa löngu en geri það hér með.
    Ætlaði að henda mér í þessar muffins en hætti við þegar ég sá bollamælieininguna, hef fyrir löngu áttað mig á að sú eining er ávísun á mislukkaðan bakstur. Annars allt meira og minna fræbært. Síðan þín gerir matseldina skemmtilegir og betri.

  2. Það er nú ekki mikið mál að nota uppskriftir með bollamælineingunni Gústa og Ólöf… Bollamál fást í flestum búðum sem selja bökunarvörur (keypti mín í byggt og búið t.d.) og svo er líka hægt að gúggla… 1 bolli er 2,3 dl.

  3. Alveg sammála. Nenni ekki bollamálum sérstaklega þegar þetta er komið i 2/3 bolli hvað eru það margir dl þegar einn bollur er 2,3dl. Mundi gera uppskriftina ef hun væri i grömmum eða dl:)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s