Himneskar humarvefjur

Himneskar humarvefjur

Ég sá athugasemdir varðandi bollamálin í möffinsuppskriftinni góðu. Það er lítið mál að breyta bollamáli yfir í dl, 1 bolli er 2,3-2,4 dl. Ég mæli þó hiklaust með að fjárfesta í bollamálum, þau kosta nokkra hundraðkalla og koma oft að góðum notkum.

Himneskar humarvefjur

Mér datt í hug að setja inn uppskrift fyrir helgina, sem er í sjálfu sér engin nákvæm uppskrift heldur kannski frekar hugmynd að helgarmat, himneskar humarvefjur. Ég hef boðið upp á þær í forrétt þegar ég er með matarboð en einnig sem léttan kvöldverð með hvítvínsglasi. Þetta hittir alltaf í mark!

Himneskar humarvefjur

  • franskbrauð
  • íslenskt smjör
  • hvítlaukur, pressaður
  • fersk steinselja, hökkuð
  • skelflettur humar

Hitið ofn í 180°. Bræðið smjör, hvítlauk og steinselju saman. Skerið skorpuna af brauðsneiðunum, veltið hverri brauðsneið upp úr bræddu smjörblöndunni og fletjið síðan brauðsneiðarnar út með kökukefli. Setjið humar í hverja brauðsneið og rúllið þeim svo upp. Setjið í eldfast mót og inn í ofn í 8 mínútur.

Mér þykir gott að bera humarvefjurnar fram með ruccolasalati, smá balsamikgljáa og aioli eða hvítlaukssósu. Gott hvítvínsglas fullkomnar svo máltíðina.

Ein athugasemd á “Himneskar humarvefjur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s