Mozzarellafylltar brauðbollur

Ég lofaði í gær uppskrift af gjörsamlega himneskum brauðbollum og ætla svo sannarlega ekki að svíkja það. Hér heima kolféllu allir fyrir þessu brauði og það er nú viku síðar enn verið að tala um hvað það var gott. Brauðbollurnar passa æðislega vel með súpum en þær eru í raun góðar með hverju sér er… og líka einar og sér! Jafnvel með pizzasósu til að dýfa þeim í þar sem þær minna á ostafylltar brauðstangir. Ég notaði tilbúið pizzadeig í bollurnar og lét þær ekkert hefast. Rúllaði bara brauðinu utan um ostinn, raðaði í form, setti hvítlaukssmjör, krydd og ost yfir áður en það fór inn í ofn. Einfalt og brjálæðislega gott!

Mozzarellafylltar brauðbollur

  • 1 rúlla af pizzadegi fyrir þykkan botn (eða annað pizzadeig)
  • 20 stykki (tæplega 2 pokar) af fersku mozzarella (litlu kúlunum)
  • smjör
  • hvítlauksrif
  • pizzakrydd
  • rifinn ostur

Rúllið deiginu út og skerið það í 20 bita. Látið renna af ostinum. Vefjið hverjum deigbita utan um mozzarellakúlu og rúllið í kúlu, þannig að deigið hjúpi ostinn alveg. Endurtakið með alla deigbitana (það munu verða 4 kúlur eftir af ostinum, sem hægt er að borða á meðan eða geyma). Smyrjið eldfast mót eða kökuform (ég notaði 20 cm kökuform og klæddi botninn með bökunarpappír) og raðið kúlunum í formið. Bræðið smör og pressið hvítlauksrif yfir. Penslið blöndunni yfir brauðbollurnar. Kryddið með pizzakryddi og endið á að strá smá rifnum osti yfir. Bakið við 225° í um 15 mínútur.

2 athugasemdir á “Mozzarellafylltar brauðbollur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s