Fajitas

Ég las um daginn að mörgum þyki janúar laaaangur mánuður og því eru eflaust einhverjir sem gleðjast yfir að hann sé að baki og glænýr mánuður að hefjast. Ekki nóg með það heldur er helgin framundan og því taumlaus gleði!

Planið er að fara út að borða og á Mið-Ísland um helgina og mig langar að gera enn eina tilraunina til að fara í bíó. Ég er alltaf að plana bíóferðir en þær verða aldrei af. Líkurnar eru því ekki með mér en kannski að þetta verði helgin sem ég læt verða af því. Ég vona það! Helgarmaturinn er enn óákveðinn en um síðustu helgi vorum við með svo góðan kvöldverð að ég má til með að setja hann inn ef einhver er að leita að hugmyndum fyrir helgina.

Ég er yfirleitt með kvöldmatinn í fyrra fallinu en þetta kvöld fór allt úr skorðum. Ég var byrjuð á matnum þegar Gunnar minnti mig á að fótboltaleikur sem við ætluðum á færi að byrja. Ég hafði bitið í mig að hann væri seinna um kvöldið. Það var því ekkert annað í stöðunni en að hlaupa frá öllu og halda áfram með eldamennskuna þegar heim var komið…. kl. 21.30! Við sitjum alltaf lengi yfir kvöldmatnum og klukkan var að nálgast 23 þegar allir voru búnir að borða og búið var að ganga frá í eldhúsinu. Maturinn var sérlega góður (allir voru jú svo svangir og þá verður allt extra gott!) og leikurinn fór Blikum í hag, þannig að dagurinn hefði varla getað endað betur.

Ég bar kjúklinginn fram með mangósalsa, guacamole, sýrðum rjóma, salsa, heitri ostasósu, salati, tortillum og svörtu doritos. Það var einfaldlega öllu húrrað á borðið og síðan setti hver og einn matinn saman eftir smekk. Daginn eftir gerði ég mér salat úr afganginum. Svo gott!

Kjúklingafajitas

 • 1 kg kjúklingabringur
 • 1,5 msk oregano
 • 1,5 msk kúmin (ath. ekki kúmen)
 • 1 msk kóriander
 • 1/2 msk túrmerik
 • 3 hvítlauksrif
 • safi úr 1 lime
 • 1/3 dl rapsolía

Skerið kjúklinginn í bita og pressið hvítlauksrifin. Blandið öllu saman og látið marinerast í um klukkustund (ef tími gefst). Dreifið úr kjúklingnum yfir ofnskúffu og setjið í 175° heitan ofn í um 8 mínútur, eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. Það má líka steikja kjúklinginn á pönnu, þá er kjúklingurinn settur beint á heita pönnuna og hann steiktur upp úr olíunni í marineringunni.

Mangósalsa:

 • 1 ferskt mangó
 • 1 rauð paprika
 • safi úr 1/2 lime
 • ferskt kóriander

Skerið mangó og papriku í bita og blandið öllu saman.

Guacamole:

 • 1 avokadó
 • 1/2 rautt chili (fjarlægið fræin)
 • 1 hvítlauksrif
 • cayanne pipar
 • sítrónusafi

Stappið avokadó, fínhakkið chili og pressið hvítlauksrif. Blandið saman og smakkið til með cayanne pipar og sítrónusafa.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s