Torta di Pernilla

Torta di Pernilla

Við Öggi áttum 11 ára brúðkaupsafmæli 20. júlí sl. Þá vorum við stödd í sveitinni og héldum upp á daginn með því að grilla ljúffengt lamba prime og í eftirrétt bakaði ég súkkulaðiköku. Ég birti mynd af kökunni á Facebook og núna eru sumir súkkulaðielskendur orðnir langeygir eftir uppskriftinni. Ó, hvað ég skil það vel.

Torta di Pernilla

Kakan er algjör draumur og það er nánast skylda að bera hana fram með rjóma og berjum. Hún er blaut í sér og mér þykir hún best eftir að hafa fengið að standa í ískáp. Það má segja að kakan sé eins og konfektmoli, dásamlega góð og lítil sneið dugar.

Torta di Pernilla

Torta di Pernilla (uppskrift úr bókinni Pernillas Praliner)

 • 250 g dökkt súkkulaði
 • 5 egg
 • 1 msk hveiti
 • 200 g brætt smjör
 • 3 dl sykur

Glassúr

 • 1 dl rjómi
 • 150 g dökkt súkkulaði
 • 25 g smjör
 • 1 dl flórsykur

Hitið ofninn i 175°. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði. Takið bráðið súkkulaðið af hitanum og hrærið eggjum, einu í einu, saman við með skeið. Bætið hveiti, smjöri og sykur varlega saman við og hrærið saman í slétt krem. Smyrjið 24 cm kökuform með lausum botni. Hellið deiginu í formið og bakið í miðjum ofni í 25 mínútur. Kakan á að vera blaut í miðjunni en tekur sig þegar hún kólnar.

Glassúr: Setjið rjómann í pott og hitið að suðu. Takið pottinn af hitanum. Brjótið súkkulaðið og setjið ásamt smjörinu í rjómann. Hrærið þar til allt hefur bráðnað saman (það gæti þurft að hita aðeins undir pottinum).  Hrærið flórsykri saman við. Setjið glassúrinn aðeins í ískáp til að hann þykkni og verði kremkenndari. Breiðið glassúrinn yfir kökuna þegar hún hefur kólnað að fullu.

Torta di Pernilla

5 athugasemdir á “Torta di Pernilla

 1. Takk fyrir a koma me uppskriftina. g er bin a vera a ba eftir henni. Takk krlega fyrir allar frbru uppskriftirnar. Bkv. Slveig Snland

 2. Til hamingju með brúðkaupsafmælið um daginn! 🙂 Þetta er girnileg terta frá henni Pernillu okkar – minnir mig á að ég á eftir að lána þér blaðið með viðtalinu við hana! Og fallegar myndir eins og alltaf hjá þér Svava mín! 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s