Kaffi- og valhnetukaka

Kaffikaka með valhnetum

Sumarfríið mitt er á enda og það vekur blendnar tilfinningar. Kvíði fyrir að þurfa að vakna aftur á morgnanna en tilhlökkun að hitta vinnufélagana á ný. Mest hlakka ég þó til að lífið falli í rútínu aftur. Ég virka best í rútínu, þegar ég hef verkefni til að takast á við og þarf að skipuleggja mig. Ég geri alltaf vikumatseðil og versla inn fyrir vikuna á laugardögum en um leið og ég fer í sumarfrí hætti ég því. Ég veit ekki af hverju, þetta bara gerist ósjálfrátt og veldur því að við eyðum meiri pening í mat og borðum oftar en ekki síðri mat en við erum vön að gera. Hlaupum í búðina rétt fyrir lokun og kaupum það sem bregður fyrst fyrir augum. Núna hlakka ég til að koma þessu í réttan farveg aftur.

Kaffikaka með valhnetum

Við erum búin að eiga gott sumarfrí og gerðum margt af því sem ég ætlaði mér að gera í fríinu. Þó ekki allt. Ég var til dæmis staðráðin í að hreyfa mig á hverjum degi. Ég gerði það ekki en borðaði hins vegar Lindubuff á hverjum degi. Það var ekki fyrr en um daginn þegar ég fékk Ögga með mér í bíltúr rétt fyrir miðnætti til þess eins að kaupa mér kassa af Lindubuffi að ég áttaði mig á því að þetta væri komið út í vitleysu. Ég hef ákveðið að kveðja Lindubuffið eftir helgina. Þegar lífið fer í rútínu aftur.

Sumarfríið á enda

Við gengum á Glym, rétt eins og undanfarin sumur. Malín fór ekki með okkur enda upptekinn unglingur í unglingavinnu. Strákunum þótti þetta einn af hápunktum sumarsins og vilja ólmir fara aðra ferð sem fyrst.

Sumarfríið á enda

Við áttum ljúfa daga í sumarbústað og vorum heppnari með veðrið en við höfðum þorað að vona. Eins og lög gera ráð fyrir þá borðuðum við hverja dásemdina á fætur annari á milli þess sem við þvældumst um sveitirnar. Við skemmtum okkur konunglega.

Sumarfríið á enda

Við fórum á Geysi og náðum næstum því að eyðaleggja myndavélina okkar þegar þessi mynd var tekin. Þegar Strokkur gaus var ekki annað hægt en að smella myndum af strákunum flýja vatnsgusuna úr honum. Það kostaði þó vatnsgusu yfir myndavélina sem þurfti að fara í viðgerð í kjölfarið.

Sumarfríið á enda

Strákarnir urðu rennblautir. Öggi smellti af þessari skemmtilegu mynd og það var ekki fyrr en við komum heim sem við tókum eftir henni. Strákarnir eru að dansa bræðradans sem að þeir sömdu og það er hrein tilviljun að maðurinn í græna bolnum stendur í sömu stellingu og þeir. Okkur þótti það bráðfyndið.

Sumarfríið á enda

Við Öggi fórum í brúðkaup og höfum sjaldan skemmt okkur jafn vel. Eyþór og Soffía voru svo fallegt brúðpar að það var ekki hægt að hætta að horfa á þau.

Sumarfríið á enda

Við fórum út í Viðey. Ég skammast mín að segja frá því að þetta var í fyrsta sinn sem ég fer þangað. Það var svo fallegt að rölta þar um. Ævintýri líkast.

Sumarfríið á enda

Við spiluðum kubb.

Sumarfríið á enda

Og körfubolta í náttbuxum.

Sumarfríið á enda

Við Öggi fórum með kærum vinum út að borða á Kopar. Við pöntuðum okkur ævintýraferð af matseðlinum og vorum hvergi svikin. Hver rétturinn var öðrum betri. Frábært kvöld í frábærum félagsskap. Við sátum á efri hæðinni og útsýnið frá borðinu okkar var engu líkt.

Sumarfríið á enda

Ég bakaði köku sem við fórum með í nestisferð í Guðmundarlund. Við áttum æðislegan dag þar með krökkunum, spiluðum kubb og gæddum okkur á nýbakaðri kaffiköku. Ó, hvað ég elska kaffikökur. Þessi var sérlega ljúffeng. Ég læt að lokum uppskriftina fylgja ef þig langar að prófa.

Kaffikaka með valhnetum

Kaffi- og valhnetukaka (uppskrift úr matreiðslubók Nigellu Lawson, Kitchen)

  • 50 g valhnetur
  • 225 g sykur
  • 225 g mjúkt smjör
  • 200 g hveiti
  • 4 tsk instant espresso duft (eða 2 tsk Nescafé leyst upp í 1 msk af sjóðandi vatni)
  • 2 ½ tsk lyftiduft
  • ½ tsk matarsódi
  • 4 stór egg
  • 1 – 2 msk mjólk

Glassúr

  • 350 g flórsykur
  • 175 g mjúkt smjör
  • 2 ½ tsk instant espresso duft (leyst upp í 1 msk af sjóðandi vatni)
  • um 10 valhnetur til skrauts

Hitið ofninn í 180°. Klæðið botninn á tveimur 20 cm kökuformum með smjörpappír og smyrjið hliðarnar. Setjið valhnetur og sykur í matvinnsluvél og látið vélina ganga þar til hneturnar og sykurinn eru orðin að fíngerðum hnetusykri. Bætið smjöri, hveiti, espresso dufti, lyftidufti, matarsóda og eggjum í matvinnsluvélina og vinnið saman í slétt deig. Látið að lokum mjólk renna niður troðarann á meðan matvinnsluvélin gengur.  Skiptið deiginu í formin og bakið í 25 mínútur. Látið kökubotnana kólna alveg áður en glassúrinn er settur á.

Glassúr: Setjið flórsykur í matvinnsluvél og látið vélina ganga þar til flórsykurinn er kekkjalaus. Bætið smjöri saman við og látið vélina ganga þar til flórsykurinn og smjörið er orðið að mjúku kremi. Leysið kaffiduftið upp í sjóðandi vatni og bætið því í matvinnsluvélina. Látið vélina vinna kaffið snöggt saman við kremið.

Setjið annann kökubotninn á hvolf á kökudisk (þannig að sú hlið sem snéri niður í kökuforminu snúi upp). Breiðið helmingnum af glassúrnum yfir og leggið síðan seinni botninn ofan á þannig að slétta hliðin á honum (sú sem séri niður í kökuforminu) leggist yfir kremið (s.s. sléttu hliðarnar mætast í miðjunni). Breiðið restina af kreminu yfir.  Skreytið kökuna með valhnetum.

Kaffikaka með valhnetum

4 athugasemdir á “Kaffi- og valhnetukaka

  1. Loksins! Ég var að bíða eftir að einhver íslenskur matarbloggari tæki sig til og bakaði þessa. Kynntist þessari köku þegar ég bjó í Englandi þar sem hún er til á öllum kaffihúsum og sakna hennar mikið. Verð að prófa þessa uppskrift 🙂

    1. En gaman að heyra 🙂 Ég vona að þér eigi eftir að líka við uppskriftina. Mér þótti kakan æðislega góð og Nigella segir hana hafa verið í uppáhaldi hjá sér síðan hún var lítil 🙂

    1. Sæl Guðný. Vinkona mín gaf mér kökudiskinn með hjálminum í afmælisgjöf fyrir mörgum árum. Hún keypti hann í Bandaríkjunum og burðaðist með hann í handfarangri heim. Diskurinn hefur verið í uppáhaldi hjá mér alla daga síðan 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s