Gúllassúpa með nautahakki

Gúllassúpa með nautahakki

Ég skammast mín fyrir hvað ég hef sinnt blogginu illa síðustu daga. Dagarnir bara líða hjá án þess að nokkuð gerist. Ég vona að ég sé ekki að valda ykkur vonbrigðum og að þessi bloggþurrkur fari að ganga yfir. Ég er nokkuð viss um að ég verði farin að blogga aftur daglega áður en ég veit af. Jafnvel strax á morgun.

Gúllassúpa með nautahakki

Við Öggi gerðum okkur dagamun um helgina og eyddum nótt á Hótel Stykkishólmi. Okkur finnst notalegt og stemmning í því að fara út að borða og á hótel saman. Við keyptum okkur nammi áður en við lögðum af stað og töluðum svo mikið á leiðinni að Öggi þurfti tvisvar að snúa við því við höfðum keyrt framhjá beygjum. Á leiðarenda komumst við þó fyrir rest og nutum hverrar mínútu af ferðinni. Okkur fannst þó óneitanlega gott að komast aftur í veðurblíðuna hér í borginni því á Snæfellsnesinu var snjór. Lítið vissum við hvað beið okkar!

Gúllassúpa með nautahakki

Það er langt síðan ég gaf uppskrift að súpu og þessi gúllassúpa er hreinlega of góð til að birta ekki hér á blogginu. Krakkarnir elska hana og hún er alltaf jafn vinsæll kvöldmatur. Það er kjörið að baka New York Times-brauðið og bera fram með henni. Ódýr, einföld og æðislega góð máltíð.

Gúllassúpa með nautahakki

 • 400 g nautahakk
 • 1 dós hakkaðir tómatar
 • 1 stór gulrót
 • 2-4 kartöflur
 • 1 laukur
 • 1 rauð paprika
 • smjör til að steikja í
 • 1 grænmetisteningur
 • 1/2 líter vatn
 • 2 msk sojasósa
 • 2 hvítlauksrif
 • 2 tsk cummin
 • 1 tsk paprikuduft
 • salt og pipar (og ef til vill smá cayennepipar)
 • sýrður rjómi til að bera fram með súpunni

Steikið nautahakkið og leggið til hliðar. Hakkið lauk, kartöflur, papriku og gulrót í litla bita og steikið í smjöri í stórum potti. Hellið vatninu yfir og bætið grænmetistening, cummin, paprikuduft, sojasósu, pressaðan hvítlauk og hökkuðum tómötum saman við. Setjið nautahakkið í pottinn og látið sjóða þar til kartöflurnar og gulræturnar eru orðin mjúk. Smakkið til með salti og pipar og ef til vill meiri sojasósu. Ef þið viljið fá sterkara bragð af súpunni setjið þá smá cayennepipar út í.

Berið súpuna fram með sýrðum rjóma og góðu brauði.

11 athugasemdir á “Gúllassúpa með nautahakki

 1. Líst vel á þessa, er búin að vera lengi á leiðinni að gera gúllassúpu en er ekki mikið fyrir svona „chunky“ kjötbita…þannig að þessi hentar bara súper vel 🙂
  Hafðu svo engar áhyggjur af bloggþurrkinum, hann gengur yfir…og á meðan nýtum við tímann í að prufa allar fínu uppskriftirnar sem þú ert búin að setja inn, af nógu að taka 🙂


 2. Eldaði þessa súpu í kvöld og hún sló svo sannarlega í gegn! Hlakka til að borða afganginn í vinnunni í hádeginu á morgun. 😜 Takk fyrir mig.

 3. Prófaði þessa uppskrift í kvöld, stækkaði hana aðeins sem hefur engin áhrif á útkomuna, sem er frábær! Takk kærlega fyrir flotta uppskrift!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s