Bananakaka með súkkulaðibitum

Bananakaka með súkkulaðibitum

Ég get fengið svakaleg æði fyrir sætindum og það er leitun að jafn miklum sælgætiskálfi og mér. Þessa dagana er ég með æði fyrir hlaupkörlum sem fást í Iceland og Dumlekaramellunum með hnetunum sem fást í flestum verslunum. Ég gæti í alvöru lifað á þessu. Síðan er ég með æði fyrir poppi sem fæst í Kosti. Ég þarf því að rúnta milli verslana til að fullkomna veisluna en finnst það algjörlega þess virði.

Um daginn fékk ég æði fyrir 70% súkkulaðinu frá Lindt og fyllti skápinn af því. Æðið gekk hins vegar jafn snögglega yfir og það kom og eftir sat ég með súkkulaðibyrgðir sem máttu gjarnan hverfa. Hver vill 70% súkkulaði þegar til eru hnetuhúðaðar Dumlekaramellur? Ekki ég.

Bananakaka með súkkulaðibitum

Systir mín var nýbúin að senda mér uppskrift að bananaköku sem þeim hjónunum þótti svo góð að þau kláruðu heila köku á einu kvöldi. Þegar ég las yfir uppskriftina sá ég strax ástæðuna, það voru súkkulaðibitar í henni. Mér þykja súkkulaði og bananar vera ómótstæðileg blanda og fannst því upplagt að nýta súkkulaðið mitt í bananakökuna.

Okkur tókst líka að klára kökuna á einu kvöldi og fórum létt með það. Namm.

Bananakaka með súkkulaðibitum

Bananakaka með súkkulaðibitum

 • 2 dl sykur
 • 2 tsk vanillusykur
 • 3 egg
 • 2 dl hveiti
 • 1 tsk lyftiduft
 • 100 g smjör
 • 2 bananar
 • 100 g dökkt súkkulaði

Hitið ofninn í 175°. Hrærið sykur, vanillusykur og egg saman þar til blandan verður létt. Hrærið hveiti og lyftidufti saman við ásamt mjúku smjöri. Stappið bananana og hakkið súkkulaðið og hrærið í deigið.

Setjið deigið í smurt formkökuform og bakið neðarlega í ofninum í ca 55 mínútur.

9 athugasemdir á “Bananakaka með súkkulaðibitum

 1. Úhhfff..eins mikil sykurtönn og ég nú er þá fannst mér þessi of sæt. Hugsa að helmingi minni sykur væri alveg nóg. Bananarnir gefa svo hrikalega mikla sætu líka.
  Annars er bloggið þitt alveg æðislegt 🙂

 2. Hefurðu ofninn á blæstri eða án blásturs þegar þú bakar kökuna? Ég var að baka hana núna í kvöld og hafði ofninn á blæstri án þess að hugsa út í það, og finnst hún heldur dökk að utan og blaut að innan. Annars stórgóð kaka sem verður örugglega bökuð aftur!

  1. Á ofninum mínum er sérstök stilling fyrir bakstur og það er einhver blástur á henni en þó ekki jafn mikill blástur og á öðrum stillingum. Ætli þetta sé ekki mitt á milli blásturs og ekki blásturs. Ég myndi prófa að sleppa blæstrinum næst og vonandi heppnast kakan þá betur.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s