Nýtt ár og nýtt útlit á blogginu!

Gleðilegt nýtt ár! Eins og glöggir lesendur taka kannski eftir þá hefur bloggið fengið andlislyftingu og það ekki degi of seint. Ég var farin að hálf skammast mín fyrir að vera með margra ára mynd á forsíðunni og fannst kominn tími á breytingu. Ég ákvað því að byrja nýtt ár með nýju útliti hér á blogginu og vona að þið séuð jafn ánægð með breytinguna og ég. Núna eru myndirnar orðnar stærri og textinn líka. Það þarf eflaust að fínpússa eitthvað og allar ábendingar eru vel þegnar.

Við erum að skríða saman eftir gærkvöldið og það mun eflaust enginn fara úr náttfötunum hér í dag. Ég ætla að taka saman vinsælustu uppskriftirnar á blogginu árið 2017 og birta hér að því loknu. Þangað til langaði mig bara til að kíkja inn með nokkrum myndum frá áramótunum okkar.

Ég held að ég hafi aldrei átt jafn afslappaðan gamlársdag. Dagurinn hófst í göngu um Öskjuhlíðina með vinkonum, í tilefni af afmæli einnar úr vinkonuhópnum, þar sem boðið var upp á heitt súkkulaði og mjúkar kringlur í miðri göngu. Veðrið var kalt en fallegt og loftið brakandi ferskt. Svo ólýsanlega hressandi og góð byrjun á deginum.

Eftir gönguna hófst undirbúningurinn fyrir kvöldið. Við vorum með humar í forrétt (uppskriftin er væntanleg), hægeldaðar nautalundir í aðalrétt og litlar pavlovur í eftirrétt. Allt var svo gott! Yfir skaupinu vorum við með snakk og nammi og eftir að búið var að sprengja upp vorum við með ostabakka.

Gunnar strengdi það áramótaheit í fyrra að borða ekkert nammi árið 2017. Það stóð hann við! Ég dáist að honum, þvílíkur sjálfsagi! Þau systkinin fóru svo saman á nammibarinn á gamlársdag og eftir miðnætti í gær, þegar hann var búinn að vera nammilaus í heilt ár og staðist áramótaheitið, var nammipokinn loksins opnaður.

Nú tekur nýtt ár við sem ég vona að verði það besta hingað til!

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

2 athugasemdir á “Nýtt ár og nýtt útlit á blogginu!

  1. Kæra Svava.
    Gleðilegt ár og hjartans þakkir fyrir allt þitt góða matarblogg. Ég hef notað margar góðar uppskriftir frá þér og þær vekja alltaf lukku.

    Bestu nýárskveðjur,
    Sigríður Baldurs

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s