Fylltar tortillaskálar

Fylltar tortillaskálar

Um síðustu helgi eldaði ég einfaldan mexíkóskan mat sem vakti rífandi lukku hér á heimilinu. Ég setti mynd af matnum inn á Instagram og hef fengið þónokkrar fyrirspurnir um hvað þetta sé og hvernig það sé gert. Ég ákvað því að setja uppskriftina inn núna ef einhver er á höttunum eftir hugmynd að föstudagsmatnum.

Fylltar tortillaskálar

Mér þykja þessar fylltu tortillaskálar vera ekta föstudagsmatur. Það tekur enga stund að útbúa þær og á meðan maturinn er í ofninum er salatið skorið niður og nachos sett í skál. Áður en maður veit af er matur á borðinu sem allir elska. Ég mæli með að þið prófið.

Fylltar tortillaskálar

  • Mjúkar tortillakökur (minni tegundin)
  • 1 bakki nautahakk
  • 1 poki taco-krydd
  • ca 1 dl vatn
  • ca 1/2 krús tacosósa
  • 1 dós refried beans
  • rifinn cheddar ostur

Steikið nautahakkið á pönnu, kryddið með tacokryddi og hellið ca 1 dl af köldu vatni yfir. Látið sjóða saman í nokkrar mínútur á pönnunni. Hrærið tacosósu og refried beans saman við og setjið til hliðar.

Spreyjið olíu (ég nota PAM) í möffinsform og setjið tortillakökur í þau (það er allt í lagi þó þær standi upp úr), fyllið þær með nautahakksblöndunni og stráið rifnum cheddar osti yfir. Setjið í 200° heitan ofn í 10-15 mínútur, eða þar til osturinn er bráðnaður. Berið fram með góðu salati, nachos og sýrðum rjóma,guacamole og salsa sósu.

Fylltar tortillaskálar

30 athugasemdir á “Fylltar tortillaskálar

  1. Mér leist ekkert á blikuna þegar kökurnar virkuðu svo stórar miðað við formin en svo var bara spurning um að böggla þeim ofan í og skófla kjötinu ofaní, ostinn ofaná og inn í ofn. Tók enga stund, flott á diski, gaman að borða og bragðgott. Vorum tvær mömmur og þrír unglingar með átta kökur, auka kjöt og salat, flögur og sósur. Mátti ekki vera minna. Skemmtileg kvöldstund!

  2. Bauð bónandum upp á þetta á bóndadaginn og þetta vakti aldeilis góða lukku.
    Takk fyrir flott og skemmtilegt blogg, er búin að prófa nokkar af uppskriftunum sem þú hefur sett hér inn og þær hafa allar fallið vel í kramið og ég á sko eftir að prófa þær fleiri 😉

  3. Prufaði þennan rétt í kvöld 🙂 hann vakti mikla lukku á heimilinu. Mun klárlega elda hann aftur 🙂 búin að heita mér því að prufa einn rétt frá þér í viku 🙂

  4. Hæhæ, þetta er ekkert smá girnilegt 🙂 En hvar fær maður refried beans og hvernig lítur það út? 🙂

  5. Mig langar bara að vita hvernig þið borðið þetta? Með hnífapörum? Eða gúffið þið þessu bara í ykkur? 😀 Hlakka til að prófa þetta 🙂

  6. Lítur rosa vel út! var að velta fyrir mér hverskonar salat þú varst með (þetta á fyrstu myndinni) lítur sjúklega vel út! Hlakka til að prófa!

    1. Salatið er bara iceberg ( ég sker það niður og læt það svo liggja í ísköldu vatni á meðan ég geri matinn, þá verður kálið brakandi stökkt), rauð paprika, rauðlaukur, avokadó, fetaostur og mulið nachos yfir (svart Doritos). Passar mjög vel með mexíkóskum mat 🙂

      Sent from my iPhone

      >

    1. Jú, það var líka með rauðlauki og avokadó. Iceberg salatið sker ég niður og læt það svo liggja í ísköldu vatni í smá stund áður en ég ber það fram. Þá verður það brakandi stökkt 🙂 Nachosið er síðan svart Doritos (uppáhalds!).

  7. Daginn, eldaði þetta í gær….. „Loksins“ heyrðist í krökkunum eftir að hafa horft á uppskriftina á borðinu í nokkra daga…….. ferlega fljótlegt og snilldar gott – sló í gegn 🙂
    Takk fyrir mig.

  8. Og ef maður á ekki svona muffinsform, en t.d. lítil glerform eða skálar (eins og t.d fyrir créme brulee) sem þola að fara í ofn er líka hægt að bjarga sér með það. Hef prófað það með egg í brauði sem sett er í ofn og það svínvirkar. Stundum á maður hluti nefnilega sem hægt er að nota í staðinn…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s