Vinsælustu uppskriftirnar á árinu 2013

Vinsælustu uppskriftirnar á árinu 2013

Þá er síðasti dagur ársins runninn upp. Við verðum með okkar árlegu kalkúnaveislu í kvöld og ég ætla að eyða deginum í eldhúsinu. Mér þykir það góð og afslappandi tilhugsun. Hálfgert dekur að geta eytt heilum degi við það sem mér þykir skemmtilegt. Það er alltaf ákveðin stemmning sem að fylgir þessum degi, tilhlökkun fyrir kvöldinu og nýju upphafi.

Vinsælustu uppskriftirnar á árinu 2013

Þegar ég lít yfir liðið ár fyllist ég gleði yfir því hvað bloggið mitt hefur vaxið og dafnað vel á árinu. Heimsóknum hefur fjölgað jafnt og þétt og hafa farið hátt í 23.000 á annasömustu dögunum. Mér þykir óraunverulegt að það séu svona margir sem kíkja hingað inn og fæ fiðrildi í magann við tilhugsunina. Ég vil þakka ykkur fyrir samfylgdina, öll kommentin og alla tölvupóstana sem ég hef fengið frá ykkur á árinu. Þið hafið fegrað árið með fallegum orðum og ég mun seint ná að lýsa því hversu vænt mér þykir um þau. Frá dýpstu hjartarótum þakka ég fyrir mig.

Þessi síðasta bloggfærsla ársins er færsla númer 300 sem ég birti hér á blogginu og mér þykir við hæfi að enda hana með upprifjun á vinsælustu uppskriftunum á árinum sem leið. Ég óska þess að nýja árið færi ykkur gleði, gæfu og góðar stundir.

Kjúklingur með sætum kartöflum, spínati og fetaosti

Mér þykir hálf kómískt að vinsælasta uppskrift ársins sé kjúklingur með sætum kartöflum, spínati og fetaosti þar sem ég var óörugg með að setja hann á bloggið því mér þóttu myndirnar svo ómöglegar. Það virtist þó ekki koma að sök því uppskriftinni hefur verið deilt yfir 5 þúsund sinnum og á toppsætið yfir vinsælustu uppskriftir ársins.

Einföld og góð skúffukaka

Í öðru sæti er einföld og góð skúffukaka. Ég vil ekki vita hversu oft ég hef bakað þessa köku, enda ekki hægt að fá nóg af skúffuköku og ísköldu mjólkurglasi. Namm! Hér er önnur góð skúffukökuuppskrift sem ég baka líka oft, en komst þó ekki á listann.

Mexíkósúpa

Í þriðja sæti er mexíkósk kjúklingasúpa. Ég fæ ekki leið á þessari súpu og gleðst yfir því að sjá þennan trygga vin svona ofarlega á listanum.

Rice krispies kaka með bananarjóma og karamellu

Rice krispies kaka með bananarjóma og karamellu prýðir fjórða sæti vinsældarlistans. Mér þykir hún eiga sætið fyllilega skilið, enda stórgóð kaka sem allir falla fyrir.

Hakkbuff með fetaosti

Hakkabuff með fetaosti er fimmta vinsælasta uppskrift ársins. Mér þykir þetta vera hversdagsréttur eins og þeir gerast bestir.

Bananabrauð

Uppáhalds bananabrauðið okkar nældi sér í sjötta sæti listans. Æðislegt brauð sem hverfur alltaf á svipstundu af borðinu.

Milljón dollara spaghetti

Í fyrra var milljón dollara spaghetti vinsælasta uppskrift ársins en í ár er hún í sjöunda sæti. Fjölskylduvænn réttur sem svíkur seint.

Mexíkósk kjúklingabaka

Í áttunda sæti er ein af mínum uppáhalds bökum, nefnilega mexíkósk kjúklingabaka.

Mjúk amerísk súkkulaðikaka

Mjúk amerísk súkkulaðikaka er níunda vinsælasta uppskrift ársins. Kakan er draumi líkast, lungamjúk og bragðgóð. Ég bakaði hana síðast fyrir viku, við miklar vinsældir heimilismanna.

Fylltar tortillaskálar

Að lokum, tíunda vinsælasta uppskrift ársins 2013 er fylltar tortillaskálar. Æðislegur réttur sem gaman er að bera fram.

8 athugasemdir á “Vinsælustu uppskriftirnar á árinu 2013

  1. Þarna er komið upphafið að matseðli ársins 2014 hjá mér :). Takk innilega fyrir góðar uppskriftir. Það má með sanni segja að þú hefur breytt eldamennskunni hjá mér heilmikið og fjölskyldan þér þakklát að ég skuli loksins vera farin að elda góðan mat. Gleðilegt ár.
    kv Unnur

  2. Ég vil þakka þér kærlega fyrir framlag þitt til eldamennskunnar í mínu heimili þetta árið. Ég leita oft til þín þegar mig vantar eitthvað gott í matinn.

  3. Gleðilegt nýtt ár. Ég er að undirbúa Gúllassúpu með hakki í. 22 í mat í kvöld og allir koma með eitthvað á borðið. Alltaf finn ég eitthvað á þinni góðu síðu. Best finnst mér að börnin mín þrjú (12, 14 og 19) eru fain að koma með hugmyndir af síðunni og er makkarónu hakkrétturinn og Silvíukakan í uppáhaldi hér. Hlakka til að fylgjast með á nýju ári. Kveðja Eva.

  4. Sæl, mig langar að forvitnast hvort engin bók sé í pottunum? Mér þykir alltaf mun þægilegra að lesa af blaði en af netsíðu og væri svo sannarlega til í að eiga bók eftir þig.

  5. Elska síðuna þína! Fer hingað daglega og oft á dag stundum! Ætla að gera þessar 10 uppskritir næstu 10 vikurnar. Setti það inn sem status á facebook og fólk er farið að panta hvenær ég á að bjóða því í mat. Ég geri alltaf mánaðarmatseðill og næsta þriðjudag verður hakkabuffið og er þá pabba boðið í mat…greyið maðurinn búin að hringja oft til að ítreka það að ég bjóði honum, hann ætlar ekki að missa af þessu!
    Ég er með persónulegt blogg, bara um daginn og veginn og ég ætla að blogga um réttina þína….hér er fyrsta bloggfærslan: http://dagrun.strumpur.net/?BloggID=2415

    Þú ert æðisleg, takk fyrir mig:)

    Kveðja Dagrún

    1. En falleg og skemmtileg kveðja. Þúsund þakkir fyrir að segja mér frá. Það verður gaman að fylgjast með blogginu þínu, takk fyrir linkinn ❤️

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s