Tillögur af eftirréttum fyrir gamlárskvöld

Tillögur af eftirréttum fyrir gamlárskvöld

Eru þið búin að kíkja á útsölurnar? Ég ætla að halda mér frá þeim en gerði þó eina undantekningu og keypti mér þriggja hæða fatið sem þið sjáið hér fyrir ofan í Ilvu fyrir 1500 krónur. Mér þótti það svo fallegt og kjörið til að bera fram sætindin í um áramótin.

Tillögur af eftirréttum fyrir gamlárskvöld

Ég ætla að gera hlé á vikumatseðlinum þessa vikuna þar sem áramótin einkenna hana með viðeigandi frídögum. Ég er alltaf með heilsteiktan kalkún á gamlárskvöld en í ár ætla ég að bregða út af vananum og prófa smjörsprautuðu kalkúnabringurnar frá Hagkaup. Ég hef heyrt vel af þeim látið og hlakka til að prófa. Við verðum líka með kalkúnabringur í salvíusmjöri sem Öggi fékk í jólagjöf frá vinnunni sinni. Hvað eftirréttinn varðar þá hallast ég að því að gera tíramísú úr nýju bókinni hennar Rikku, Veisluréttir Hagkaups, sem ég fékk í afmælisgjöf. Ég hef undanfarin jól gert tíramísú eftir gamalli uppskrift frá Rikku en þar sem ég get ómögulega fundið hana þá ætla ég að prófa nýju uppskriftina (þú finnur hana hér). Kannski er þetta sama uppskriftin en ég man þó að sú gamla var með núggatsúkkulaði.

Ef þið eruð líka í eftirréttahugleiðingum fyrir komandi veisluhöld þá er ég með nokkrar tillögur sem ég mæli með:

Ísbaka með bourbon karamellu

1. Ísbaka með bourbon karamellu. Brjálæðislega góð baka úr smiðju Nigellu Lawson sem ég er að gæla við að bæta á eftirréttaborðið hjá mér um áramótin.

Frosin bismarkbaka með marshmellowkremi

2. Frosin bismarkbaka með marshmellowkremi. Ég á hálfa böku í frystinum síðan um daginn sem ég hef bannað fjölskyldumeðlumum að snerta því ég ætla að draga hana fram um áramótin, þó að það sé búið að borða helminginn af henni! Ég þarf bara aðeins að fegra bökuna með jólastafabrjóstsykri eða bismarkbrjóstsykri og þá mun hún sóma sér vel á eftirréttaborðinu.

Oreo-ostakaka

3. Oreo-ostakaka þykir mér fara vel á eftirréttaborðinu og get lofað að hún mun falla í kramið hjá öllum aldursflokkum.

Súkkulaðipavlova með maltesers, daim, ristuðum pekanhnetum og súkkulaðisósu

4. Súkkulaðipavlova með mascarponerjómakremi, Maltesers, Daim, ristuðum pekanhnetum og súkkulaðisósu er algjör bomba og fullkomin áramótaterta. Það væri smart að stinga stjörnuljósum í hana rétt áður en hún er borin fram.

súkkulaðimús með karamelluhúðuðum hnetumulningi

5. Einföld súkkulaðimús með karamelluhúðuðum hnetumulningi er einfaldur eftirréttur sem krakkarnir mínir elska. Mér þykir hnetumulningurinn ómissandi með.

2 athugasemdir á “Tillögur af eftirréttum fyrir gamlárskvöld

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s